16.1.10

ég: Ralli, sérðu mig?
Ralli: já
ég: nú, hvernig lít ég út?
Ralli: eins og gamall kattarhýjungur..

(nafni breytt)

ég mun aldrei aftur efast um að Ralli sjái ekki vel.

13.1.10

ég á ekki að nota glerbúnað. disk, glös eða skálar.
ég er hressandi skeikí með gler. var áðan að vesenast eitthvað. taka til í geymslunni, allt útum allt, allt eins og í vítetnam á góðum degi. skottast svo með 9 kampavínsglös sem ég ætlaði að gefa á Herinn inní eldhús. lalallala.. bammmmbúmmmbammm. allt í mél. allt. tugmillljónirskrilljónir lítila glerbúta útum allt. ég labbaði (100% róleg) inní herbergi til elíasar þar sem hann stóð með penslin í annari og málingu í hinni og lagðist uppí rúm og sagði vera fara sofa. "jáégnennnnniþessu eekki lengur" þessi tónn og allt í messi. lá á mínu glereyra með glerbúta og brot í tásunum (smá drama.. drammmmma).
takk. kvöldið.
húrra.

11.1.10

ég hef hugsað mér að skrifa hér inn.
svo ætlaði ég að byrja á setningum eins og:
ég svitna salti. ósköp er ég södd.
ég er búin að snúa sólarhringnum við.
áramótaheit..
æ þið vitið.
eða hvað, það veit engin af mér hérna. það hefur engin hugmynd um mín blogg hérna, árið 200010. mig langar að skrifa 200010 svona, einhverig svo tvöþúsundið fáði að njóta sín annars dettur það og fellur einhvernig inní bara tíuna. það er ekki fallegt.
eitt er víst að alltaf verða (þarna hélt ég að ég myndi detta í söng, Bjart er yfir Betlehem) miklar breytingar á nýjum árum. þannig er það bara og þannig mun það um tíð og tíma vera. auðvita. manni langar og maður ætlar sér að bæta upp fyrir misgjörðir gærdagsins (síðasta árs eða svo) maður mill bæta sig og styrkja og liðka og læra. allt þetta. eins er það með mig.