4.8.10

skólinn minn fer bráðum að byrja. mikið mikið mikið verður það dásamlegt. mér hlakkar til að taka síðustu önnina mína í skólanum, útskrifast með listnám, hönnun&textile gullskrá en engan hatt. eða hvað? ég veit ekki, kannski bara stúdentshúfuna hans elíasar (líklegt að hún passi á mig) en ég ætla samt að útskrifast með glæsibrag og dansa svo trylltan dans með hjalta jón sveinsson mér við hlið.. syngjandi. en ég mun samt ekki þakka honum neitt, heldur einugis mér. mér. mér. mér. ég ætla að nota þessa önn mína vel, ég ætla að gera og græja og sauma og lita og teikna og skreyta og kanna og skoða allt mögulegt og ómögulegt. ég viðurkenni, ég les millllljónir tískublogg á hverjum degi og fæ þaðan innblástur og gúdderímass sem ég skrifa svo í skissubókina mína með non toxic soja litunum mínum (íalvöru, hvað þýðir það? waah? soja litir? toxic? ég er ekki dauð þó ég hafi borðað liti og varasalva í tonnvís sem krakki) en ég ætla. ætla. svo geri ég lokaverkefnið mitt, það er spennnandi og krefjandi, ögrandi og hræðislegt.

verslunarmannahelgin tók ég út eins og drottning tígranna. ég las Guðrúnu frá Lundi og fór á tónleika í kirkjunni á föstudagskvöldinu. mamma fór með mér og sagði einmitt þegar við vorum að labba: Viktoría, fyrir 10árum var ég að undirbúa þig fyrir útihátíð og aldrei gat mér dottið það til hugar, þá að við ættum eftir að fara saman á tónleika, í kirkju á föstdeginum um versló. en svona breytist tímarnir og mennirnir með. sembeturfer. og einmitt núna 14ágúst ætlaum við móðir að fara á málþing um Guðrúnu frá Lundi í Skagafirðinum. égelskaþað. glans&glamúr&húllleríhæ. eða meira svona sjúklega mikið af nördum og áhugafólki og gáfumennum að reyna koma aðeins nær elskulegri Lundadrottninguni.

ég vona að ég fái vinnuna sem mig langar í í vetur. biðjumsaman.
hvað ætli lady gaga & Guðrún frá Lundi eigi sameiginlegt?
hvað ég sameiginlegt með þér?

11.2.10

ég trúi þessu ekki.
hann er dáinn.
ég er alveg pínu leið.
fékk gæsahúð og tár í augun.
afhverju?
því mér þótt hann gera mjögg fallegt.

æi.
ÁST

3.2.10

ég datt út. útúr tölvubraski. það er allt í lagi.
ég fór að velta fyrir vinkonum. það er einkennilegt og margslungið fyrirbæri. ég er svolítið að skoða það, ekkert á háalvarlegum nótum heldur meira bara í kringum mig, allt um kring og alstaðar. mér finnst það áhugavert.

ég útskrifast um næstu jól. það verður líka heilmikið rokkabillírokk. ég efast um að ég verði búin að ná flókanum úr hárinu á mér eða verði búin að missa eina tá en ég verð ég. með prófsblað uppá hendinni. ég ætla að halda veislu sem aldrei fyrr. ég er veislupési. talandi um það. ég sem verð 25ára í sumar.. ég þarf eitthvað masterpísfríkát fyrir það. jáh..
það er gott að hugsa um svoleiðis hluti þegar ég á að vera skrifa ritgerð í listasögu.

ég finn það að ég er eitthvað angurvær. hvað það er veit ég. kannski það að það er eins og það sé að koma sumar, vor. samt er bara febrúar. kannski er það afþví við erum að plana framtíðina. kannski er það afþví ég er að horfa á mann í kraftgalla með 4 litlar sundpoka á sér, gula, blá, græna og hvíta.. í skóm með engum reimum og hár sem argantæta gæti glaðst yfir. hann er með belti um sig miðjan til að halda sundpokunum stöðugum. hann flettir kraftablöðum og er með flísvettlinga í rassvasanum. hann er líka með helling af alskonar á litin stálhringjum í vasanum. og með gleraugu sem eflaust sjá í gengum föt, þau eru svo stór. og hann lyktar eins og gamalt hár. hann er tileygður. anginn.
og ég er ekki skotin í honum.

jæjaa.. hvað segiði?

16.1.10

ég: Ralli, sérðu mig?
Ralli: já
ég: nú, hvernig lít ég út?
Ralli: eins og gamall kattarhýjungur..

(nafni breytt)

ég mun aldrei aftur efast um að Ralli sjái ekki vel.

13.1.10

ég á ekki að nota glerbúnað. disk, glös eða skálar.
ég er hressandi skeikí með gler. var áðan að vesenast eitthvað. taka til í geymslunni, allt útum allt, allt eins og í vítetnam á góðum degi. skottast svo með 9 kampavínsglös sem ég ætlaði að gefa á Herinn inní eldhús. lalallala.. bammmmbúmmmbammm. allt í mél. allt. tugmillljónirskrilljónir lítila glerbúta útum allt. ég labbaði (100% róleg) inní herbergi til elíasar þar sem hann stóð með penslin í annari og málingu í hinni og lagðist uppí rúm og sagði vera fara sofa. "jáégnennnnniþessu eekki lengur" þessi tónn og allt í messi. lá á mínu glereyra með glerbúta og brot í tásunum (smá drama.. drammmmma).
takk. kvöldið.
húrra.

11.1.10

ég hef hugsað mér að skrifa hér inn.
svo ætlaði ég að byrja á setningum eins og:
ég svitna salti. ósköp er ég södd.
ég er búin að snúa sólarhringnum við.
áramótaheit..
æ þið vitið.
eða hvað, það veit engin af mér hérna. það hefur engin hugmynd um mín blogg hérna, árið 200010. mig langar að skrifa 200010 svona, einhverig svo tvöþúsundið fáði að njóta sín annars dettur það og fellur einhvernig inní bara tíuna. það er ekki fallegt.
eitt er víst að alltaf verða (þarna hélt ég að ég myndi detta í söng, Bjart er yfir Betlehem) miklar breytingar á nýjum árum. þannig er það bara og þannig mun það um tíð og tíma vera. auðvita. manni langar og maður ætlar sér að bæta upp fyrir misgjörðir gærdagsins (síðasta árs eða svo) maður mill bæta sig og styrkja og liðka og læra. allt þetta. eins er það með mig.

8.1.10

Ég auglýsi eftir: dásamlegri barnapíu. heiðarlegri og barngóðri,lífsglaðri
og manni sem myndi vera svo vænn að þrífa heimilið mitt, þá meina ég veggi og þessháttar. við elías höfum engan áhuga á því eða nennu.
og hansahillum. það væri mér kærkomið. bókahillan mín vegur í dag um 70kg. með stórum stórum þykkum þykkum bókum, 10kg kvikindum og svo allar hinar gullbækurnar mínar.

takk fyrir.

Ég er í dálítlu losti. Ég ákvað nefnilega að byrja blogga aftur. Þar af leiðandi komst ég inná blogger og þessháttar og fór að grafast fyrir í gömlum bloggum frá 2002. Ég skil ekki helmingin af því sem stendur þar og enn minn skil ég af því sem á að standa þar, eða þannig. Ég skil ekki hvers vegna ég fékk að skirfa lausum hala.

Alltaf hef ég er verið í duglitu veseni með skammstafanir. Ég hef aldrei fattaði afhverju fólk er að skammstafa hitt og annað. Afhverju skrifar það ekki bara það sem það þarf að skirfa? Er fólk virkilega svona upptekið að það hefur ekki þetta brotabrot af tíma sínum í skrifa, til að mynda, þar að segja, þ.a.s.

ég er ekkert að drífa mig. en ég ætla ekki að hafa stóran staf.
ég ætla heldur ekki að blogga eins og síðustu ár. ég kann ekki að meta það.

5.1.09

enn og aftur..
blogg. letilatablogg.
Spássían á blogginu mínu eða þar sem ég skrifa blogg er: Allt sem þú lest er lygi!
pælum aðeins í því.. ef það væri satt. djöfull vildi ég að það væri stundum. það væri svo gott. maður myndi kannski skrifa eitthvað mjög svo ósmekklegt og einkennilegt og svo bara.. já ok. þetta er skrifað, það er þá lygi. meikar sens.
2009 kemur mér séstaklega trikkí fyrir sjónir (þá mín hugsun um 2009).
ég veit ekkert hvernig ég mun lýsa því. ég veit ekkert hvað gerist. ég veit ekki hvar ég enda eða hvenrig ég enda.
en eitt er víst.
það endar eins og öll önnur ár. end. .
2008 var flipp ár.
nei grín. það var als ekkert flipp. það var bara veitt ár. (okei ég viðurkenni, það er fótboltablað fyrir framan mig og þar stendur, þökkum veittan stuðning og ég greip það orð) kannski afþví ég veit ekki hvernig ég lýsi því heldur.
hahah.
ég er eiturhress sko!
skólinn að byrja og 25einingar eiga að skila sér inn í einingarkassan minn. svo er að verða bústin og bráðum troððððððððððððð fyllist hann. þá verður partí og allir fara flikkflakk.
hvað segiðiiii.... erekkialltístandi?
ég segi allavegna giggggúggg..
og er köttur.
talandi um kött.
djöfull eru þeir ómaklegir.
mátilmeðaðmunaaðfaraíbað

28.8.08


Mega mega karnival stemming verður í portinu á bakvið Staðinn á Akureyrarvökunni, 30, ágúst. Opnum kl: 12:00.
Flóamarkaður með alls kyns vintage dóti, fötum, blingi og stöffi. Design föt frá Anítu Hirlekar.
live tónlist, Blind Derek´s backhouse band og fleiri munu stíga á stokk.
Myndlistasýning Heklu
endalaust útval af konfekti fyrir augu og eyru.
MUNIÐ BARA, EKKI GLEYMA AÐ MÆTA.
Blingbert sveitti og hekill tíKri

12.8.08

hér er ég.
sveittari en nokkru sinni fyrr. það er svona veður sem maður verður bara sveittur í, ha? er ég sú eina. noway.
það er gaman að skoða fólk. mér finnst aðeins kjánlegt að vera í kirkju og það er verið að taka myndir þar inni. það einhvernig passar ekki. eða stemmning er bara ekki þannig. eða mér leið ekki eins og kirkju áðan. með milljón kínverja takandi myndir (ahh, alltíeinu fattaði ég, þeir voru að taka myndir af mér.. daaa)
en sumarið er að verða búið. nostalgíu smarið mikla.
skólin fer bráðum að byrja. ég þarf ekki að mæta í gryfjuna á gryfjufund fyrir nýnema. hah. ég er að skipta um braut og verð á listnámsbraut, textíl og hönnun. það verður mjög líkleg mjögg gaman.
ekki spyrja mig, en ég er farin að hlakka til aiRwaves. það er einkennilegt þar sem það eru um það bil 50dagar í það, ef ekki meira.
ég sá dularfulla konu.
og konu með buxurnar uppí rassgatinu á sér. þær eiga örugglega ekkert að vera svona á henni.
hah.. sit í te&kaffi. og er með tónlist í eyrunum. og er að skrifa blogg, email og skoða eittogannað og svo kom bítlalag og ég byrjaði að syngja, raula og svo syngja með. kaffihúsið er fullt og ég ein. nei ekki ein heldur allir að spá "frík" hah. nei. flipp grín.
það er voðalega langt síðan ég skrifaði. og ég er ekki að skirfa neitt að viti.
en oj. það er maður að pota puttanum langt uppí augað á sér.

ALLLIR AÐ MÆTA Á AKUREYRARVÖKUNA 30ÁGÚST!
..meiri upplýsingar, later!
en munið.. ekki gleyma að mæta.
þetta verður roooooosssssalegt!

7.6.08

Á rúmstokknum Sæmundur situr
og segir við Elínu hljótt,
þú faldar svo fögur og vitur,
nú fæ ég það hjá þér í nótt.

Elín svarar að bragði,
ég elska þig Sæmundur minn
um leið og lófan hann lagði
á lókinn og stakk honum inn.

þetta fær maður í staðin fyrir góða nótt hérna á elliheimilinu.
falleg?
frumlegt?
skemmtilegt?
umfram allt mjöggggggggggg fyndið.

en ég verð að hætta að segja BÆJÓ. það er bæði ljótt og leiðinlegt.

29.4.08


As soon as youre born they make you feel small
By giving you no time instead of it all
Till the pain is so big you feel nothing at all
A working class hero is something to be
They hurt you at home and they hit you at school
They hate you if youre clever and they despise a fool
Till youre so fucking crazy you cant follow their rules
A working class hero is something to be

When theyve tortured and scared you for twenty odd years
Then they expect you to pick a career
When you cant really function youre so full of fear
A working class hero is something to be

Keep you doped with religion and sex and tv
And you think youre so clever and classless and free
But youre still fucking peasants as far as I can see
A working class hero is something to be

Theres room at the top they are telling you still
But first you must learn how to smile as you kill
If you want to be like the folks on the hill
A working class hero is something to be
A working class hero is something to be
If you want to be a hero well just follow me

14.4.08

Mér finnst..
við Aflskonur fórum á sjónvarpsstöðina Ínn á föstudagin og í þáttinn Mér finnst.
við erum mega sætar og komum flott út..
jáh.
fyrirlestur í MA í dag og á næstu tvo miðvikudaga..
svo í VMA og grunnskólum Akureyrar.
nóg að gera.
skólinn að verða búin og sumarið tekur bráðlega við.. með gleði og smá sorg!
ást all the way

17.2.08

allt í einu fannst mér klukkan vera milljón. þá á ég við milljón yfir háttatíma hjá mér. en svo allt í einu er hún það ekki.

enn ósmekklegt.
elías hóstaði svo mikið að hann ældi. oj honum. hann kann sig ekki þessi maður. fær sér svo hálsmola, já einmitt.. eins og það leysi málið! ég get ómögulega haldið hárinu eða eitthvað svoleiðis þegar um ælu er að ræða. ég kúgast ef ég hugsa um ruslatunnu, alveg satt.

mig langar ekki að læra stærðfræði. ég vill bara læra, íslensku, bókmenntir, heimspeki og sögu. má það ekki? afhverju ræð ég því ekki bara? afhverju ræður einhver gúgúg stikk útí bæ (menntamálaráðkind) því bara. ég er orðin 22ára gömul og er meira að segja að verða god damh (set þetta inn til að sýna hversu mikið má undirstrika allt) 23ára í maí (jújú 27maí, ef einhver er búin að gleyma því) ég er líka búin að ákveða, jah svona að hluta til eða þannig hvernig og hvað ég hikst gera við mitt líf. já ég ætla að verða guðfræðingur, það gæti leitt til alskyns ævintýra. ekki bara eitthvað eitt. ég veit ekkert hvernær ég mun gera það.
amma Dídí "elsku barn, ef þú verður prestur þá verður í það minnsta engin venjulegur prestur" ég þakkaði henni fyrir og sagði við hana að ég hefði það heldur ekki í hyggju, að verða venjulegur prestur. hún er með svo mjúka hendi hún amma Dídí. hún er 150ára gömul amma uppá elló sem sér í gengum holt og hæðir, sér fyrir um ástina og framtíðina. hún segir alltaf satt. fer stundum bara ekki rétt með staðhæfingar og málefni, en það setur engin fyrir sig á stofu 5.

fyrsti fyrirlesturinn okkar Hjálmars, ( í Karlahópi feminista) verður á næsta föstudag. á húsavíka. í grunnskólanum og framhaldskólanum. það verður sega spennandi... svo brunum við um landið þvert og endilagt. og endum auððvita í kastljósinu og ísland í dag.

merkilegt. þegar ég sit á klósettinu mínu. þá get ég séð útum eldhúsgluggan minn inn um eldhúsgluggan hjá fólkinu í næsta húsi, óvenjulega við þessa frétt er að ég bý í Helgamagrastræti en þau í Þórunnarstræti... sér einhver mynstrið í þessu? eða ok, ég viðurkenni, það er ekkert ákveðið munstur. þetta er frekar bara svona flipp fróðleikur.
og það skiptir engu hvort maður er að kúka eða pissa.

....takk fyrir og góðððða nótt!

skúbb (afþví ég var að horfa á scoop eftir woody allen).. gúgglaðu Viktoría.. þá færðu alheiminn í æð.


hótel Viktoría..


þetta eru bræðir mínir.. sem mamma vill ekki þykjast þekkja.. þið sjáið það, þeir drekka bara mix.


svarthvíta hetjan mín...


þarna er minn farborði.. ég og gulklæddumennirnir með tómata og púðusykur


þjóðernishyggja.. hún er ekki til í mér

24.1.08

ef lýðræðið á íslandi myndi sýna sig í þessari mynd sem það hefur verið gert í dag í ráðhúsinu þá sver ég að íslandi væri á betri stað en það er í dag.
ég er með gæsahúð og rjóð í kinnum af æsingi, ein heima!
fyrir framan sjónvarpið í með allt í botni. skelli mér á læri og öskra ef hljóðið dettur út hjá fréttamönnunum.
þusa svo við sjálfum mig um Villa ref og segi Lee Ann að þessi og hinn sé ekki hennar tebollar. enda eru þetta menn sem mætti fara með uppá rauðavatn.
nei.
ég ætla ekki sama pitt og þeir.

LENGI LIFI BYLTINGIN
LENGI LIFI BYLTINGIN
LENGI LIFI BYLTINGIN

26.12.07

til hamingju með jólin!
ÉG Á TRÚLOFUNARHRING.. nanananbúbú.
elías bað mig með ekta gullu og damanti að trúlofast sér..
hér eftir vill ég vera kölluð Frúin..
já.
elskan.
kram&kless

10.12.07


Góðan mánudagsmorgun.
Elsku Lay Low er náttúrlega að gera frábæra hluti hjá LA í Ökutímum, samdi alla tónlistina fyrir verkið og syngur og spilar alla tónlista sjálf.
Ekki nóg með það hversu frábæra hluti LA er að gera með sýningu sinni Ökutímar, sýningin fjallar um Lillu sem er ung stelpa sem er misnotuð af frænda sínum. Mikil dramtík, flækjur, forboðin ást og einhvernig ná þau að taka á öllum vinklum á ofbeldi, sektini, samúðini, skömmini, andlega ofbeldinu og öllum helstu komplexum ofbeldisins.
Frábært verk í alla staði, ég mæli með því fyrir alla.
Lay Low ætlar að gefa allan ágóða disksins (allir útí búð þá að kaupa mega góðan disk) sem kemur út í Janúar til Aflsins, sem er félag gegn kynferðisofbeldi á Akureyri. Þetta er frábær viðkenning fyrir okkur og mikill styrkur. Þúsundfalt húrra fyrir Lovísu.
Svo eftir ætlar LA að halda sýningu (enn ekki komin dagsetning) sem allur ágóði af sýninguni mun renna til Aflsins. Hversu yndileg eruðu þau?
Aflið var stofnað 2002 og núna finnst okkur fyrst boltinn farin að rúlla á miklum hraða og því fylgir mikil gleði.

Mikil hamingja og endalaust þakklæti.
Kossar&ást, Viktoría J.

6.12.07Mega flott nýju póstkortinum frá NEI hópnum.
Rétt upp hendi sem vill kaupa happdrættistmiða til styrtar Aflsins? Talið við mig. Það verður dregið 15des. þúsundkall miðinn, frábært málefni og ansi flottir vinningar.
hafið samband við mig.. 8663523

16.11.07

Sælir nemendur.
þetta er Hjalti Jón skólameistari.
gryfjufundur kl. 9:20.
Allir að mæta, kennarar og nemendur.
Sjáumst hress.
Já einmitt.
svali gaur.
nei takk.

það er einhvernig allt í klessumessi.
sykurinn er megamegamega alltof hár, skýringin er líklega afþví ég er með sýkinguni í fætinum (næs)og þá fer sykurinn í hakk. ég er búin að vera eins og afturganga í 2vikur. fékk loksins sýklalyf (nei ekki pensilín, ofnæmi, oj) svo fer ég og hitti dr. örnu fyrir sunnan 27. ætla stopp eins stutt og ömuleg ég get. þarf allan þá orku (sem er af skornum skammti þessa dagana útaf sykrinum) að halda fyrir þessi blessuðu próf sem eru að fara byrja. mér gengur líka ekkert í skólanum með sykurinn í þessu fokki. ef það er eitthvað þá má ég ekki við því að missa þá litlu einbeitingu sem ég hef, en guð, ég horfi á hana snúllast út um gluggan þegar ég reyni að byrja læra.

þetta er rosalega ekki skemmtilegt blogg..
þá set ég inn myndir bara..
Free Image Hosting at allyoucanupload.com
airwaves 06.. hekill og sikkó

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
olli, daggi og sikkó.. voðalega saklausar og ungar

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
HLUSSAN ÞÍN.. ALLT ÞETTA NAMMI? og það á föstudegi

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
sigjón í norðurgötuni góðu.. góðar stundir!

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
yndislegar stundir.. endlaust djamm með ellen! missjú

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
hressar eins og fressar í sjallanum, en ekki hvað?

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
maður bara hreinlega spyr sig?

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
tröllagilið góða

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
lóalóalóaaaa... systurnar

Free Image Hosting at allyoucanupload.com
KAPPPPPI

31.10.07

ALLLLLIR INNNÁ sjallinn.is og voice
og kjósið elsku sæta sæta sæta svenna bró. það er ykkar skylda..
sjáiði hina.
nei.
hann er HERRA SÆTUR.IS
elsku snoddinn...
jæja..
SKOTTISTIÐI í þetta!
LOVEEE...

14.10.07

Jæja vinir og velunnarar.
ég er að reyna klára ritgerð um stöðu kvenna á þjóðveldisöld. það gengur.. hægt. ég er komin yfir haminn og þá er allt inní hausnum á mér búið. við hekla erum að smíða þetta meistarverk saman. við ætlum að eyða nóttina í það. hljómar eins og gott partí.
ég er að drekka detox te. hvers vegna? jú þegar maður drekkur áfengi og fer á skrallið þá safnast saman í manni alskyns ógeð og óhreinindi og þá er detox málið. ég veit ekki hvað af þessu er satt. en hverjum er ekki saman um sannleikan.

ég skil nú ekki allt sem gengið hefur á þarna fyrir sunnan með villa vitlausa og þessa plebba, en eitt er víst að þessi Dagur B. er einn mesti plebbaseppi sem við eigum. en gefum honum séns.. það er nú það minnsta sem við getum gert.
elías þolir ekki þegar ég segji að þetta eða hitt sé plebbalegt. ég segi þetta um ákveðið fólk, nýríka drulludelar, sjúklega dýr sófasett úr nautsleðri, stelpur með ljóst hár og bríser og í kaffihelvítikjólum og þessháttar kjánhátt. en er ég ekki bara hræsnari og plebbaköttur að segja svona um aðra.
æ.
var að horfa á heildarmyndin "listin að lifa" um 18ára stelpu sem er með lystarstol. voðalega sorglegt og skelfilegt. þekkja ekki allar stelpur það að fara eftir að hafa borðað helling af gúmmilaði inná bað og æla? ég gerði það þegar ég var 18ára. ég viðurkenni það. en maður kannski gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið maður er að eyðileggja og hversu mikill sjúkdómur þetta er. ég reyni segi örnu dís hverjum degi hversu falleg og flott stelpa hún er, hversu dugleg og hversu skemmtileg hún er. ég vona að það ýti undir gott sjálfálit og gott sjálftraust, því í þessum heimi er maður ekkert ef maður hefur það ekki. ég er ekki fylgjandi fegurðarsamkeppnum og þessháttar og þá séstaklega ekki fyrir stelpur, hvað þá dóttir mína. en elsku sæti litli bróðir minn (svenni) er að fara taka þátt í herra norðurland og ég er orðin svo spennt og mig hlakkar svo til. áfram svenni!

það er vika í Airwaves. eða meira að segja minna. á eftir að skila ritgerð og taka tvö miðannarpróf. þá er airwaves mætt. ég er orðin macspennt og hlakkar í mér yfir gleðini og eftirvæntinguni yfir þessari hátíð. ég hlakka til að sjá alskyns fólk og heyra helling af tónlist sem ég hef ekki heyrt áður, málið er ekki að geta sungið með öllu eða kunna öll danssporin. ef ég kann ekki texta þá bý ég hann til og ég tala nú ekki um dansspor. ég mun dansa eins og engin sé morgundagurinn.
mig hlakkar til þegar arna dís kemur með mér á airwaves, ég gef henni nokkur ár í viðbót. hún er nú komin með göt í eyrunn. snemma beygist krókurinn.. Blingbert JR. ójáh. hún var í 3 daga bara með gat í örðu eyranu því það þótti mega töff. en svo fékk maður í hitt.
jæja...
þessi góða vísa var samin í pusrugli í pusgóðum gír í pusandi bílferð í gær. dagný master, hekill, lilý og magga stóðu fyrir þessu sjitti. (sungið í ríðum ríðum tekum yfir sandinn) þvílíkt pusandi rugl.
blingi blingi blingi blingi sveitti
blingi blingi blingi blingi minn
blingi blingi blingi blingi sveitti
blingi blingi blingi blingi minn
ef þú vilt fá blingbert, opnað ey gluggann
blingi er í ruglinu, blingi minn....

hehe.. við skytturnar 3(hekill, sikkó og dagfinnur) ætlum að skottast saman á airwaves. ég efast ekkkkert um að það verði neitt annað en stanslaust stuð og stanslaust sjibbberdí. ég mun vera með myndavélin á lofti og taka myndir eins og það sé greitt 69krónur á hverja mynd.
ha?

27.9.07

vá hvað er mikið af brókaköllum í skólanum.
það eru nærbuxur útum allt.
afhverju í farganum girðir fólk sig ekki?
ég var einu inni stoltur skoppari. svo varð ég skeitari. mega svali gaur. yeah. ég ollaði á kaupfélagsplaninu og fór á fúll svíng niður kaupfélagsbrekkuna. var með buxurnar á hælunum og í hettupeysu og sagði hátt "FUCK THE SYSTEM" tók svo svartan tússapenna og skirfaði tussa bak við vélsmiðjuna og reykti. þetta var í 8.bekk. ég átti kani buxur og fubu buxur. og hver man ekki eftir gula fubu gallanum sem Lee Ann átti? ólord. þetta voru dagarnir.
í denn tíð.. í denn tíð.
í gær varð litla drottningin mín 2ára. hvað er um að ské? það gerir að hún á 10 ár eða svo í að verða svali gaurin eins og mamma sín. nei anskotin. hver getur útbúið hamstrakúlu og sett berta litla inní hana.
ég er í félagsfræði að gera verkenfi. ég er kannski bara búin eða í smá pásu. ég er í stjórnmálafræði og á að bera saman samfylkinguna og jafnaðastefuna.
það er mega kalt og vindur.
ég þARF í bókasafnið.
ég þarf mat...
ég á ostaköku..
oj.
bad shit.
vill einhver kaupa sófasett.. nautsleður.. yeah! það selst ódýrt.
hringið í elías.

æ vitiði....
ég setti sumarmyndir inná myspaceið..
ég er búin að hnerra 11 sinnum á 10mín. anskotin. ég held ég sé með offffnæmi. en fyrir hverju?
ég segi stopp hér.
ÉG ER AÐ FARA KAUPA AIRWAVES MIÐA..........
núna.
sjitt ég hlakkkkka svoo til.
það verður mega geim ársins

15.9.07

góðan dag herra hausti.
það er kalt. það er sól. það er haggél. það er rigning. það er heitt. það er kalt.
haust er eins og gelgjan. maður veit aldrei hvað býður manns á morgana. það er eins og herra hausti sé á breytingarskreiðinu og geti engan vegin ákveðið sig.

en helgamagrastætið er Y N D I S L E G T. gosh. við erum semí búin að koma okkur fyrir. ég geri allt í skorpum. hef ekki þolinmæði í að klára allt í einu. byrja á 50 verkum en enda á að klára 2. ví. það er líka allt í lagi. ég ætla hvort sem er að búa hér í nokkur ár. ég er hætt að flytja........ í bili. í bili er afstætt hugtak.
skólinn er hress. ég er hress skólahundur. ég mæti í næstum alla tíma. ég læri næstum alltaf heima. ég er næstum aldrei andlega fjærverandi. næstum er líka afsætt. ég er samt dugleg sko. mjöggggg! ég er bara mínus ekkert góð í dönsku. sendi skóladagný sms í síðustu viku "hvernig skirfar maður miðvikudagur á dönsku" á innan við mínótu (ég sver) kom sms til baka "onsdag". svona eru þessir stúdentar. eða þeir sem vinna á 118 og og hafa ALLLLLAR upplýsingar á hreinu.

veturinn og haustið og vorið leggst vel í mig. Aflið er á fullu. fyrirlestar og einkaviðtöl. námskreið um næstu helgi. allt að gerast. það er frábært að halda fyrirlestra. það er stórmerkilega gott. ég er ekkert stressuð og ekkert kjánaleg. ég bara er. mér er þetta eðlislægt. að halda allavegna fyrirlestur um þetta málefni. það lætur mér líða vel. og ef það er ekki númer eitt tvö og tíu þá veit ég ekki hvað.

jólin.. er ég eina sem er byrjuð að hugsa til jóla? ég hlakka til að opna pakka.
ég elssssska pakka.

ég elska vini mína. ég á yndislega vini. ég á nokkra mjöggg góða vini. þau eru öll svo ólík.
getiði svara mér einu: afhverju er ég vinur ykkar? hvað gerir mig að vini ykkar?
ég veit að margir vinir mínir (og kunningjar og félagar og gamlir vinir og alles) skoða síðuna mína. ég spyr ykkur. líka þig og þig. nýja og gamla félaga. elskurnar...
pííís útí loftið

8.8.07

ÓÓÓÓÓÓÓ jáááááh.
við buðum 12,2 en þá kom gagntilboð 12,3.
og við flytjum inn 2sept.
HALDIÐI AÐ ÞAÐ SÉ?
ég er svoo spennt að ég er veit ekki neitt.
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=257580
lítið á gullið.
sjitt.
þið eruð auðððvita öll boðin í heimsókn.
bjórpallur og yndis garður..
ætlaði bara að láta vita

7.8.07

ahhh..
langt er liðið síðan síðast.
ansi margt breytt og mikið vatn runnið til sjávar.
við eigum ekki heima í Snægili ennþá. ónei. við búm hjá mömmu, pabba & Tuma. hingað fluttum við 1ágúst. með fötin okkar og dýnuna úr rúminu okkar. og skóna mína. Ringo Star fylgir auðvita með og Tumi og kisi eru að verða semí vinir. hundurköttur.is. sambúðin gengur eins og í sögu. og nú ýki ég ekki. Lilli er ansi hress með þessi vistarskipti og líður vel eins og blóm í eggi.
í dag gerðum við tilboð í hús. það er yndislega æðislega frábært. kl. 11 í fyrramáli fáum við svar. ég er ansi spennt. ví.
ég byrja í skólanum einhvertíman. hvernær veit maður hvernær maður byrjar? ég á enga skólatösku og engan blýant. það er ekki góð byrjun. ég á samt nýja flippfloppskó og 10 nýja kjóla. svo ég er seif.
ég fór á Lunga og Húnavöku. ég MUNNNN setja inn myndir þegar ég finn snúruna (sem er í einhverjum af 1000 kössunum sem eru í bílskúr útí bæ) og svo djammaði ég líka svo mikið á sunnudeginum um versló að ég var send heim úr vinnuni eftir klukkutíma. TIL HAMINGJU viktoría. starfmaður mánaðarins.
æææ...............
ég þarf að pissa.
bless!

13.7.07ógeðslega hresst fyrir helgina. ég veit að ég mun dansa svona á laugardagin. heheh.
hver leyfir indverjum að gera svona vitleysu? þetta er horror.
hafið það gott um helgina elskurnar
ég veit að ég mun skemmta mér.
ójei.
ég skal skila kverðju til Jónsa í svörtum fötum frá ykkur.. AHHH!
farin á blönduós á húnavöku. helling af gömlu liði. nostalgíjukast. skrímin. trúnó í kirkjubrekkuni og óhljóð. yes.
ég er með 8 leggings og 9 skópör. ég þarf ekki meira.
takkkkk....

28.6.07

ÉG:

..flæki ekki líf mitt að óþörfu
er óörugg
frek
þröngsýn
nenni ekkert of mikið að læra eitthvað nýtt
er að spá í að kaupa íbúð (en hvar og hvernær og hvernig er ekki víst)
langar í Oddeyrargötu 10 (STRAX Í GÆR)
dómhörð
læt ýmislegt fara í taugarnar á mér
á besta mömmukjöt í heimi (aka Arna Dís)
hef eytt sumarfríiinu mínu í mínus lítið
ætla á Lunga
langar í tjaldferð
langar á hróaskeldu (samt ekkert 100% mikið)
er búin að vera vinna í frúnni mikið
elska myspace
er engin spes kvikmyndaráhugamaður
er þáttarlúði
er húkt á Grey´s Anatomy (sjitttvááájááh)
og arna dís erum einar heima, elías er farin!
er búin að borga staðfestinguna á VMA
byrja í haust
fékk inní söngnámið
byrja næsta haust
er mjögggg spennt yfir þessu öllu
verð mjögg eyrðarlaus
er upplýsingar fulltrúi Aflsins, systrarsamtaka Stígamóta

Þegar ég var í 9.bekk og var fyrst með Elíasi þá sendi ég honum þetta lag. það eru
nokkur (all nokkur ár) ár síðan en þetta á enn við í dag.
ekki það að hann sé farin for gúdd.. bara í smá tíma. en...

To see you when I wake up, is a gift I didn't think could be real
To know that you feel the same, as I do, is a Three-fold utopian dream
You do something to me
That I can't explain
So would I be out of line, If I said
I miss you.
I see your picture, I smell your skin on, the empty pillow next to mine
You have only been gone ten days, but already I am wasting away
I know I'll see you again
Whether far or soon
But I need you to know, that I care
And I miss you

19.6.07

þá er það yfirstaðið.
tónleikarnir búnir.
ég þarf ekki að hringja 1000 símtöl eða senda 5000 myspace mail (nema ég vilji það endilega) any more. þetta var í öllum orðum sagt, rosssalegt.
mikið stress, vesen útí eitt, reddingar hægri vinstri og allt sem því fylgir að kunna ekki eða hafa aldrei haldið tónleika áður. ég vissi svo ekkert hvað ég var að fara út í. en þetta heppnaðist betur en góð hróaskelda. þetta var frááábært.
en ég ætla líka minna sjálfan mig á að gera þetta ekki aftur. eða allvegana ekki í bráð.
eini mínusinn við þetta var að hvað komu fokking fáir. það safnaðist svo góður peninging, því margir borguðu tvöfalt eða þrefalt.
ég er ótrúlega ánægð með það. ég elska alla sem komu. tóku sér smá tíma og borguðu sig inn og hlustuðu. enda voru þetta yndisleg bönd útí gegn. algjörrrlega.
ég mun aldrei halda því fram (hvorki fyrr né síðar) að Akureyri sé eitthvað menningarlegur bær. fokk that. nei.
æ ég var búin að skirfa góða ræðu.
en.. nei.
takk allir sem mættu og styrtu Aflið. TAKK.
aðalfundur var líka haldin á fimmtudagskvöldið. þar var ég kosin í stjórn. takk fyrir það. á morgun verður svo fyrsti aðalafundurinn haldin. talað er um formann en ég veit ekki hvort það sé nú akkúrat minn tebolli.
elías er að fara til Vopnaf. í 4-5vikur núna í byrjun júlí að þjálfa fótbolta. þannig við arna dís verðum einar heima og svo eitthvað með annan fótin hjá pabbaling. það verður gaman. við ætlum líka í útilegu. ví. það er ekkert betra en tjald og prímus.
svo er það LungA. 19-21júlí. fokkójáh. ég, Dagný og Hekla. fimmtudagur - sunnudags. eða eitthva.. saman í tjaldi með snakk og bjór. ó mikil tilhlökkun.
en núna ætla ég að fara sækja Lilla Mömmuson í leikskólan afþví við erum að fara til læknis. hún er búin að vera lasin eins og gömul kind í rúmlega 2vikur. hor, kvef, hósta. allt í volli. elías með streptukokka og ég með hálsbólgu. raddlaus. það passar mér ekki, að vera raddlaus. neineinei.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGIN ALLIR SAMAN....

þá er það yfirstaðið.
tónleikarnir búnir.
ég þarf ekki að hringja 1000 símtöl eða senda 5000 myspace mail (nema ég vilji það endilega) any more. þetta var í öllum orðum sagt, rosssalegt.
mikið stress, vesen útí eitt, reddingar hægri vinstri og allt sem því fylgir að kunna ekki eða hafa aldrei haldið tónleika áður. ég vissi svo ekkert hvað ég var að fara út í. en þetta heppnaðist betur en góð hróaskelda. þetta var frááábært.
en ég ætla líka minna sjálfan mig á að gera þetta ekki aftur. eða allvegana ekki í bráð.
eini mínusinn við þetta var að hvað komu fokking fáir. það safnaðist svo góður peninging, því margir borguðu tvöfalt eða þrefalt.
ég er ótrúlega ánægð með það. ég elska alla sem komu. tóku sér smá tíma og borguðu sig inn og hlustuðu. enda voru þetta yndisleg bönd útí gegn. algjörrrlega.
ég mun aldrei halda því fram (hvorki fyrr né síðar) að Akureyri sé eitthvað menningarlegur bæ. fokk that. nei.
æ ég var búin að skirfa góða ræðu.
en.. nei.
takk allir sem mættu og styrtu Aflið. TAKK.
aðalfundur var líka haldin á fimmtudagskvöldið. þar var ég kosin í stjórn. takk fyrir það. á morgun verður svo fyrsti aðalafundurinn haldin. talað er um formann en ég veit ekki hvort það sé nú akkúrat minn tebolli.
elías er að fara til Vopnaf. í 4-5vikur núna í byrjun júlí að þjálfa fótbolta. þannig við arna dís verðum einar heima og svo eitthvað með annan fótin hjá pabbaling. það verður gaman. við ætlum líka í útilegu. ví. það er ekkert betra en tjald og prímus.
svo er það LungA. 19-21júlí. fokkójáh. ég, Dagný og Hekla. fimmtudagur - sunnudags. eða eitthva.. saman í tjaldi með snakk og bjór. ó mikil tilhlökkun.
en núna ætla ég að fara sækja Lilla Mömmuson í leikskólan afþví við erum að fara til læknis. hún er búin að vera lasin eins og gömul kind í rúnlega 2vikur. hor, kvef, hósta. allt í volli. elías með streptukokka og ég með hálsbólgu. raddlaus. það passar mér ekki, að vera raddlaus. neineinei.

6.6.07

Free Image Hosting at allyoucanupload.com

30.5.07

hver gleymdi lopapeysu í afmælinu mínu?
en myndavél?
ég mun setja inn myndir one fine day.
afmælið var yndislegt. ég elska hvað ég á bjútífúl vini. og þegar 40manns syngja 22ára afmælissöngin fyrir mann þá skælir maður krókódílatárum. væl. ég fékk margt og mikið í gjöf. allt stendur uppúr. takk. ég gerði feil þetta kvöld og drakk svolítið mikið. en ekkert um og of eða svoleiðis.. ég var hress og fékk að dansa á amor við afmælissöngin minn sem btw einar ágúst (skímófag) spilaði fyrir mig. takk húrra bingó og bamm!
það verður náttúrlega allir á Akureyri 15júní. annað er ólöglegt.

þá verða RISSSSSSSSA styrtartónleikar fyrir Aflið, systrarsamtök Stígamóta á Capone/1929. böndin sem hafa pottþétt staðfest framkomu sína eru bloodgroup, skátar, brutal princess og svo vonandi og mjög vonandi Reykjarvík! hversu fokking frábært er það?
þessi bönd í ralladralli saman í klessu og plús að vera styrkja fráááábært geim. ég er ótrúlega glöð að þessar elskur eru að samþykkja þetta. það er náttúrlega allt svo upppantað 3ár fram í tíman, öll hótel og gistirúm á Akureyri, þannig að heimli mitt verður undirlagt í real rokkurum þessa helgi. veit ekki hvort Lilli mömmuson og Ringo Star (aka Kisi) eigi nokkuð eftir að taka eftir því þó sveittir rokkarar svettir hér um. heh.
ég fer á morgun á húsavík og dalvík með Stígamótsfólki og Aflskonum að flytja fyrirlestra fyrir mann og annan. ef þú átt leið hjá, kíktu við. svo verða þau líka á Vopanafirði, Höfn og Selfossi. mjög gott.

það er fyndið hvað kostir manns geta líka verið rosalegir gallar manns.
ég er samt alveg ofan í gólf og uppá þak dottin ofan í Glingló.
ég elska hröð lög með íslenskum texta. það er mikið að gerast og ég verð æst. byrja hamast og enda á því að orga eins og úlfur á haug.
þannig er td. Bílavísur.

Ertu að koma?
Já, elskan min góða
alveg hreint á minútunni
hæ - ertu á nyjum bil?

Alveg ertu ágetur
agalega sætur
að etla bjóða mér
það er alveg hreint í stil

En ef að það snjóar
þá eru til nóga
keðjur sem að koma okkur
óhult um alla leið

Elskan hann Dóri
minn sterki og stóri
hann styrir svo vel
þótt gatan sé ekki breið

Ooh!

Ó - Þarna er hann!
já, og flott skal það vera
og Ford model nitjan hundrað
og-ég-veit-ekki-hvað

Uppi hann stig ég
á ástarvangjum flíg ég
og uppi Mosfellssveit
fer í ævintyraleit

Með handþösku stora
ég hallast að Dóra
æ. gormurinn i framsætinu
stakk mig á versta stað!

En það er nú svona
að þreyja og vona
En þetta lagast fljott
Dóri minn sérrum thað

Keðjan er slitinn
og skellur í bilnum
skríddu undur bilinn, Dóri
greyið mitt flyttu þér

Ertu alveg óður?
ó jé minn góður!
þarna reifstu sokkinn minn
álfurinn minn ég fer

Aldrei aftur út med þér
aleinum - ég sver i ég
hef aldrei á æfi minni
ekið um á slikum bil

O núna springur
og í honum syngur
og a endanum stingst
hann í moldar-haug