11.5.07

nú er örvænting í hverju horni.
okkur var sendur pakki á þriðjudagin. í honum var eitthvað sem ég kann ekki að skýra frá. tel það hafa verið gleraugnaþurrka eða skraut í jakkafatavasa. það stóð illa á og Lilli mömmuson var öll útí skyrti. ekki var til eldhúsbréf. þannig ég þurrkaði dóttirina með XB klút.
hún hafði ekki meint af því.
mér er fokk sama um júró. ég skil ekki þetta saman safn að trash trúðum. og HUNDDDDleiðinglegri tónlist.
frekar hlusta ég á Vodka Wish. sem er btw nýja lagið.
ahh..
afhverju er bloggið hennar ellý ármanns svona vinsælt. kannski er það svo vinsælt afþví hún er svo drepleiðinleg.
ég spyr mig.
stór frétt um hana í fréttablaðinu.
heimskulegt.
ég fer suður á næsta mánudag. 21maí. flug. já. hmm..
ég hef ekki haft neitt að gera síðan ég fór í frí 26júní2005. ekkert að gera segji ég. alandi upp lítin grísling. en núna er ég verkefnum hlaðin eins og skralli trúður.

oj!

6.5.07

miglangarííafmælisgjöf:
Fashion now
60s fashion
20th century
501 must see movies
the gooddess guide
world art
the worlds gretest art

ég hef aldrei pælt mikið í myndlist. en ég fór að glugga í þetta og komast að því að það er svo margt fallegt til. sem gefur þá auga leið og skemmtilegt væri að skoða.. stundum.
fór semsagt í bókval í gær. keypti liti svo Lilli mömmuson geti krussað útum allt. og étið þá auðvita. maður er ekki maður með mönnum nema kúka grænum vaxlitum.
sá allar þessar bækur. fyndið.. einu sinni hélt ég að bækur og þá séstaklega svona flottar bækur væri svo dýrar, en þær eru það barasta ekki neitt.

langarlíkaí:
Karítas án titils
gjafabréf í klippingu (ógeðis hár.. hvað er það?)
vespu
Volta, nýja diskin hennar Bjarkar
RAUÐAN varalit
líka bara allt sem glitrar og glansar og er smart. hálsmen og eyrnalokka og armbönd og glamúr.

... ég vill bara allir (og allir sem einn) mæti sem ég hef boðið. boðið, eins og í VIP. sem þetta er tottelí.
þetta verður svo gaman.
ég hef haldið mitt loforð, er ekki búin að snerta á mér hárið síðan um jólin og ætla enn ekkert að drekka þanga til á afmælinu.
ég er afmælisveik!!
ég elska þegar ég á afmæli.
hér með viðurkennist það.
það er vandræðalegt að vera svona veikur í afmæli því þegar það kemur einu sinni á ári, þá missir maður það. sem er reyndar fyndið.
heh.
ég er komin í gott djobb hjá Aflinu, systrarsamtökum Stígamóta. vá. ég segi ykkur það kannski seinna.
við mæðgur þrömmum um bæin með barmmerki (segir maður það?) Arna Dís er með eitt í lopapeysuni sinni "Halldór í herin og herin burt" og svo annað í úlpuni sinni "Hugsaðu, það pirrar ríkisstjórnina" og ég er með "Burt með ránfuglin" og þar er sjálfstæðismerkið.
fórum einmitt á kosningarfund áðan hjá vinstri grænum. heiða elskan spilaði og söng og Lilli var on fæer. og ég fæ alltaf sama stelpukjánafílingin þegar ég sé Heiðu (í unun). ég hreinlega elska hana. váts.
æ. þið fattið.
ætla að dansa.. á rassinum.
lagið okkar Stinna er að verða reddí. það er mega hit. algjjörtt. ég læt ykkur líka vita þegar það fer á netið. á mæspeis. væntanlega. váá.
Talandi um afmæli.. Stinni bóner er 24ára í dag á megrunarlausadeginum. það er góður dagur.