nehh hún er ekki komin.
en það styttist í kellu. 2-3vikur í mestalagi. ég fer enn stækkandi og þríf enn meira. það er rétt sem Dagrún segir, börn hafa ekki gott að því að vera í of hreinu umhverfi og ég vill ekki að barnið mitt verði síveikt því það er svo hreint heima hjá því. en ég get ekki hætt. þetta er eins og einhver fíkn. ég hef alltaf verið iðin eins og lús við þrif og takitil en núna er hámark hámarkana. vest að ég bý ekki enn með bósó.
nábíturinn er búin að gera sig ansi heimakomin í mér og angrar mig. ég sef vel. ég er enn ekki komin með nein slit (7, 9, 13) ég finn reyndar dálítið til þegar ég fer í göngur en ég reyni samt að sleðast áfram, þó það sé ekki nema hring í kringum blokkina.
gvöðð, ellen vinkona sendi okkur æðisleg föt. hún missti sig aðeins í HM í svíþjóð. jihh ekkert smá bleik dress og kjóll og 2 bolir og húfa og klútur og æðislegustu sokkar í heimi. ég sem hélt að mitt barn myndi ekki klæðast bleiku. en ég hafði ansi rangt fyrir mér. ætli þetta verði ekki lítil sykurpúði. með kolsvart hár eins mamman. og enn er erum við ekki búin að finna neitt nafn. við erum ekki einu sinni komin með smá hugmynd. og ég er ekki að kidda ykkur. en það kemur, það kemur. einhverjar uppástungur?
annas gengur allt sinn vanagang.
en haldiði að ég hafi ekki farið á djammið á föstud. fórum fyrst til bróa. þar sátum við, brói, kjartan, elías, raggi og bósó. mikið var spajallað um lauga (í denn) og ýmislegt sem als ekki er við hæfi að rita hér. svo fórum við niðrí bæ. á amor var haldið. ég hef ekki komið þar inn síðan þetta var svona voðððalega hip & kúl djammstaður. mér fannst þetta allt svo fyndið. allir geððveikt svalir. dansandi eins og fávitar (ég er ekki svona þegar ég er full) og allir að reyna við alla og reyna eins og reynir sem fær ekki neitt. ó lord. elías greiið var edrú og svo alltíeinu bara blind fullur, svo við fórum heim um 2. gaman að koma aðeins út. við ætluðum meira segja að kíkja á pál beibí óskar, my one and only. en það kostaði eftir kl. 1 þannig við hættum við. ég er samt viss um að palli hefur saknað mín.
ég og guðfinna ætlum að draga heklu með á kaffihús en kellan svarar ekki. ætla að reyna aftur. er hjá moms & daddy cool og er að fara horfa á mausTV sem er músasjónvarpið. affffar spennó. embla kallar.
AMERICAN NEXT TOP MODEL byrjar náttúrlega á morgun og ég get ekki beðið.
ég fór með myndir í framköllun í gær, þarf að sækja þær. svo á ég von á gestum, guðfinna og stella ætla að kíkja í tröllagilið.
lattttterrr.
6.9.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)