ég tók svo STÓRT skref í dag.. á minn mælikvarða.
ég hef verið að veltast um með heimskulega spuringu inní mér lengi. loksins lét ég verða að því að spyrja manneskjuna. og það var ekkert svo hræðilegt eftir allt saman, og hún drap mig ekki að hrækti á mig. víh.
(nei ég var ekki að biðja elías um að gifast mér)
mér líður eins og ég sé 100kg léttari (ekki það að ég fari hraðar yfir eða geti hlaupið eins og fætur toga, ég silast ennþá, heh)
vona bara að það verði eh úr þessu og ég leyfi mér að vera ég sjálf og leyfi henni að kynnast MÉR. því ég er ósköp ágæt. (;
ég ætla.. ég ætla.. hjálpa mér sjálf því það gerir það engin fyrir mig.
einmannaleiki kemur aðeins innan frá. maður verður að gera eh í honum sjálfur.
núna hlakka ég baraaa til..
drotting hefur það auðvita mjög gott. reynir stundum að troða sér leið útúr maganum með bakinu á sér, þá getum við talið rifbeini hennar, sem er gaman.
jæja svef.
og þú.. TAKK. þér finnst það kannski lítið, en fyrir mér.. (;
(; (; (; (; (; (; (;
14.8.05
11.8.05
..og það styttist.
sumarið að verða búið (eins og ég hef óskað frá því í janúar) og það þýðir aðeins eitt, að drotting fer að láta sjá sig. við elías erum alveg handviss um að hún komi aðeins á undan tilsettum tíma sem er 5okt. það er svosem allt næstum reddí. veit einhver um einhvern sem vantar að losna við ömmustól? svo vantar okkur bara bílstól sem m+p ætla að gefa okkur, annas er allt að verða komið. og já ég er skipulögð og vill hafa allt reddí þegar svona eðal drotting mætir á staðin. það þýðir ekkert annað.
allavegna var ég að setja inn nýjar myndir. bumbumyndir, fiskidagurinn miklu & sköpunar-listar-málingar-trölladeig-litir og allur pakkinn. óó já. sko, við fórum í yndislega jólahúsið á sunnud. með tengdó. og þar sá ég engla úr trölladeigi og fannst allt í einu tilvalið að ég færi að gera og mála trölladeig. svo auðvita skellti ég bara í það og keypti mér svo litli og er búin að gera nokkur kvikindi og mála. þetta er ekkert smá gaman og svo gott að dundast við þetta. ég verð neflilega að hætta að skipuleggja allan daginn hjá mér, fara þetta og fara hitt. þessa viku hef ég rétt skroppið í 2 læknistíma og svo annas bara verið heima. er farin að leggja mig á daginn og ég verð miklu fríksari og betri af smá leggi. og svo dunda ég að mála og vesenast eh. og vitiði meira að segja hvað? sumir halda að blóðþrýsturinn verði eh betri þegar maður er súper lús og ofur chillaður, en neinei það er bara rugl. því annas væri minn blóðþrýstingur einhverstaðar háflæskæ (því ég er ekki sú afslappaðast eða mest rólegast í bransanum) en hann er það ekki og hefur aldrei verið. ég er alltaf alveg akkúrat. meira að segja stundum of lá en öllum er sama á meðan hann verður ekki of hár.
við förum suður 30ágúst. ég ætla sko að panta flug um morguni og helst heim í hádeginu. nenni ekki að vera fyrir sunnan að vesenast eh. erum að fara aftur í hjartaómskoðun á drottinguni (það var samt allt í standi seinast, þeir vilja bara vera alveg 100% vissir) og svo þarf ég aftur til auglæknis. og enn og aftur.. mikið verð ég fegin þegar ég verð búin að eiga og þá verður ekki þetta lækna ves. en það er gott að vel sé fylgst með manni. ég er líka heppin hversu gott fólk ég er með í þessu öllu saman.
við elías erum að spá í að fara í ferðalag um helgina. fara á laugad. með tjald og nýja skó í ásbyrgi sem á víst að vera eh voða bjútí. hef aldrei komið þar. sjáum til hvað verður úr þessu. annas langar okkur líka að fara í hrísey og borða í brekku og hafa það rómó. allavegna þá er elías í fríi um helgina og við ætlum að gera eh, ef elías ógeðslega þreytti og leta hefur orku. seihh seihh.
ó vell.. verð að fara gera mig redddí fyrir Desperate Housewives
og ég er Bree Van De Kamp