10.4.05

Til lukku bæði Eygló frænka og Hanna & Halli með litlu dömurnar. Það er alltaf að gerast í þessum krílamálum hjá öllum. Ég er eiginlega komin á það að ég nenni ekki að bíða í 5mánuði til viðbótar.. heh. Ég á samt örugglega eftir að missa mig á mánud. þegar ég kem hjem á ak og fer og skoða þessi litlu kríli.
Á miðvikd. fórum við Elías í sónar hjá honum Alexsander og þá fengum við í 3sinn að sjá litla dýrið okkar. (ég var alveg eins og Rachel í Friends, skildi ekkert í myndini, nema þegar ég sá hryggin á greiinu hreyfast og þá var litla barnið að fetta sig og bretta. Þegar við vorum komin útí bíl langaði mig mest að fara skæla, afþví ég skildi ekki myndina, en elsku Elías skildi hana auðvita og sýndi mér hana. Það sést svo vel í hausin þarna vinstra megin og svo er stór bumba þarna uppí loftið hægra megin. Mjög skýr mynd ef maður fattar þetta, heheh) Við sögum samt bæði í kór "váá er það orðið svona stórt". Búið að stækka frekar mikið síðan við sáum það seinast. Ég verð í ströngu eftirlitli útaf sykursýkini og svoleiðis, þannig að við förum á 3-4vikna fresti í sónar og svo þegar nær dregur förum við á 2vikna fresti, en það er bara gaman. Hver segir að það sé ekki gaman að fara til læknist og stússast á sjúkrahúsnum? veihh ;/ Þetta er alltaf að venjast, Elías var t.d. ekkert stressaður og spenntur yfir því að vera á sjúkrahúsi, ahha? þetta er allt að koma hjá kallinum. Svo er ég líka komin með ljósmóðir, Elíasbet, hún er meistari. Þar fékk ég líka að heyra fallegasta hjartslátt í heimi, þvílíkt hraður (barnið er með 2sinnum hraðari hjartslátt en ég) og stekur.
bjútí fokking fúl.. heh, renndi alltíeinu yfir þennan pistil. fannst hann eh breyttur því se verið hefir. miss viktoría er ekki horfin þó það sé hún sé ekki kona einsömul, ekki halda það.. neinei, en ætli maður breytist ekki eh. og ég held að rottesen brós hafi haft rétt fyrir sér með "þú getur gleymt því hvernig bjór bragðast, gleymt því hvernig sjallinn lítur út að innan og gleymt því hvernig er að ganga í disel buxum" fyrst þótti mér það nú kannski ekkert alltof seif, en núna.. SÓ FOKKING VOTT!! i dont need beer, sjall or disel. víhh. ég er t.d. búin að gefa 2 af 10 disel buxunum mínum og losa mig við full af bolum sem voru og verða og eru alltof litlir á mig. jújú. ég hef ekki farið í gallabuxur síðan á 5-6viku. ég stækkaði eh svo fljótt. er komin með kúlu. elías þarf að fara mynda bumbuna svo við getum sett myndir inn, er það ekki nokkuð sneddí?

annnnas... var herrmundur elísen að gefa mér eitt
svona blátt kvikindi. ég kom heim á þiðjud.kv. eftir god damh boring kvöldvakt, engin heima. það var miði á borðinu með vísbeningu undir kodda, inní tölvuni var ein, inní spóluhulsti og svo inní glerskáp. ég talaði nottlega þvíííílíkt ótrúlega mikið við sjálfan mig (og kannski dýrisenin okkar) og ég missti saur, þvag, gall og slef.. eitt stykki miniiPod. ég vissi ekki alveg hvað var í gangi. ég hélt honum í lófa mér í svona klukkutíma og klappaði honum, skoaði hann svo aðeins meira og felldi eitt tár. svo kom herramaðurinn minn heim og þá var hann víst búin að vera dunda við þetta í einhvern þvílíkan tíma, panta frá bandaríkunum og redda og vesnast.. hehe.. algjört sugerlove. og auðvita tók ég hann með mér í rútuna á fimmtud. því ég var að koma á blö. mér fannst leiðin vera svona 5mín. ég var með 700lög inná honum og þetta er 4GB. óóóójá. ég er eiginlega alveg að missa í honum. hann er svo fallegur. svo létum við grafa attan á hann. Viktoría og Elías undir. fallegt fallegt.
kidda beibílove átti líka afmæli 7apríl, kjélling orðin 20ára. afmæli í gær, sem ég missti af. sorrí stína. hafði það gott og til lukku með afmælið.
en núna bíður mín kjúlli með meiru hjá mömms and daddy cool.
ak á morgun.
og enn er ég haldin mikilli bítlamania.. búin að finna minn besta bítil.
ringo bjútikvín.

7.4.05

Rjúfum Þögnina!

Arnarhóli 9 apríl klukkan 14:00


Við þekkjum of mörg einhvern sem hefur lifað af ofbeldi. Sum okkar betur en aðrir.

Við bjóðum þér að sýna samstöðu, sýna í verki að við tökum ekki lengur þátt í samsæri þagnarinnar. Ofbeldi þrífst í þögninni!

Komdu á Arnarhól með þinn bol, með eða án texta - við sköffum snúru og klemmur! Við hengjum upp bol fyrir okkur sjálf sem höfum lifað af ofbeldi og ef þú þekkir einhvern sem hefur lifað af ofbeldi getur þú hengt upp boli fyrir þau. Ef þú vilt segja frá einhverju er varðar ofbeldi, lesa ljóð eða stutta sögu, eða bara nafnið þitt til þess að rjúfa þögnina þá verður það í boði. Við styðjum þig í að gera það sem þú þarft til þess að rjúfa þögnina þína og sleppa skömmini sem við festumst í þegar við segjum ekki frá.

Við verðum líka með boli til sölu fyrir 1000 kr ef þið viljið styrkja málstaðinn.
Sýnum ábyrg viðbrögð við öllu ofbeldi - Þú átt valið - Okkar val, Rjúfum þögnina!

Ég kvet alla sem eru steaddir í Rvk og nágrenni að skella sér á Arnarhól 9apríl. Takið þátt og hengið einn bol fyrir mig.
bláttáfram.is