Rjúfum Þögnina!
Arnarhóli 9 apríl klukkan 14:00
Við þekkjum of mörg einhvern sem hefur lifað af ofbeldi. Sum okkar betur en aðrir.
Við bjóðum þér að sýna samstöðu, sýna í verki að við tökum ekki lengur þátt í samsæri þagnarinnar. Ofbeldi þrífst í þögninni!
Komdu á Arnarhól með þinn bol, með eða án texta - við sköffum snúru og klemmur! Við hengjum upp bol fyrir okkur sjálf sem höfum lifað af ofbeldi og ef þú þekkir einhvern sem hefur lifað af ofbeldi getur þú hengt upp boli fyrir þau. Ef þú vilt segja frá einhverju er varðar ofbeldi, lesa ljóð eða stutta sögu, eða bara nafnið þitt til þess að rjúfa þögnina þá verður það í boði. Við styðjum þig í að gera það sem þú þarft til þess að rjúfa þögnina þína og sleppa skömmini sem við festumst í þegar við segjum ekki frá.
Við verðum líka með boli til sölu fyrir 1000 kr ef þið viljið styrkja málstaðinn.
Sýnum ábyrg viðbrögð við öllu ofbeldi - Þú átt valið - Okkar val, Rjúfum þögnina!
Ég kvet alla sem eru steaddir í Rvk og nágrenni að skella sér á Arnarhól 9apríl. Takið þátt og hengið einn bol fyrir mig.
bláttáfram.is
7.4.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)