í dag lenti ég í fyndnu atviki. ég var að bíða eftir lyfunni minni.
það standa 4 stelpur á aldrinum 6-10ára og eru líka að bíða.
krakkagrís: áttu heima hérna?
ég: já
krakkagrís: á hvaða hæð?
ég: 8
(svo byrja þær eh að hvíslast á og horfa á mig.)
krakkagrís: ertu með barn í maganum?
ég: já
krakkagrís: hvað ertu gömul?
ég: 19ára að verða 20ára
krakkagrís: það sést geðveikt vel að þú sért með barn í maganum.
..sem betur fer kom lyftan mín loksins og ég komst í burtu frá þessari brjáluðu yfirheyrðsu.
hvað ef ég hefði bara verið búin að gæða mér á stóru og vænu páskaeggi? eða eh..
seisei.. krakkar nú til dags.
ég segi nú ekki annað..
heheheheheh...
en svona er þetta.
það er gaman að lífinu, þó að maður passi ekki í fötin sín og sé illa við morgna og líði stundum einkennilega. þetta er víst stuððððið.
ég elska manninn minn. því hann er langgggg bestur.
30.3.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)