í dag lenti ég í fyndnu atviki. ég var að bíða eftir lyfunni minni.
það standa 4 stelpur á aldrinum 6-10ára og eru líka að bíða.
krakkagrís: áttu heima hérna?
ég: já
krakkagrís: á hvaða hæð?
ég: 8
(svo byrja þær eh að hvíslast á og horfa á mig.)
krakkagrís: ertu með barn í maganum?
ég: já
krakkagrís: hvað ertu gömul?
ég: 19ára að verða 20ára
krakkagrís: það sést geðveikt vel að þú sért með barn í maganum.
..sem betur fer kom lyftan mín loksins og ég komst í burtu frá þessari brjáluðu yfirheyrðsu.
hvað ef ég hefði bara verið búin að gæða mér á stóru og vænu páskaeggi? eða eh..
seisei.. krakkar nú til dags.
ég segi nú ekki annað..
heheheheheh...
en svona er þetta.
það er gaman að lífinu, þó að maður passi ekki í fötin sín og sé illa við morgna og líði stundum einkennilega. þetta er víst stuððððið.
ég elska manninn minn. því hann er langgggg bestur.
30.3.05
27.3.05
páska láskar. til lukku krukku.
við erum stödd á vopnaf. bjarki bró var að fermast í gær og við komum á föstud. langa. erum búin að vera hér í veislutilbúingu og veisluhöldum síðan við komum. ferming gekk vel, ég stóð í eldhúsinu eins og ráðskona (kannski að nafn maginnis) og vaskaði upp hvern diskin og glasið á fætur örðu og borðaði svona aðeins inná milli. svo þegar veislan var búin hjálpuðum við öll að opna pakkana og umslögin, heh. smá flassbakk síðan maður fermdist sjálfur. helvítis, ég fékk 103500kr í fermingagjöf, hvar er sá peningu? haa? einhverrr? það væri alveg næs að fá svona peningagjafir alltíeinu, uppúr þurru. maður ætti að drífa í giftingu. en eftir allt þetta stand var maður orðin dulítið lúin og komin með verki í móbakið og ég lá svo bara með annað augað opið í gærkvöldi. nokkuð gott. ég hef ekki enn smakkað páskaegg, þar sem er þessum páskum, en það gerir lítið til. ég hef hvort sem er ekki list á því. óneinei.
fór já suður þanna um daginn. ég hef aldrei komið eins vel út í sykrinum og allt var frábært. keypti sitt lítið að hverjum og var svo föst inda god damh city. en það var svosem ok.
harpa sæta sæta fitnessdrotting (hún er þanna í blá, nr. 3) var að keppa um helgina. því miður gátum við elías ekki horft á hana en ásgó brós tók þetta allt upp yfir okkur, sem betur fer. hún lenti í 4sæti sem er frábært. hinar sem unnu hafa svo mikla reynslu og þessháttar en harpa beibí kom sá og sigraði. það voru víst allir sammála um það þarna. ég er ekkert smááá stolt af henni. hlakka til á næsta ári þegar kella treður sér á pall og massar þetta upp. þannig ef einhver er með einhvern kjaft þá læt ég ekki pabba minn eða bróðir eða manninn minn eða en svoleiðis berja ykkur þá kemur bara harpa mágkona og kýlir ykkkur í klessu. og ómægod ef ég væri þið þá myndi ég ekki vera með nein kjaft, því kella er HELKÖTTTUÐ. passið ykkur bara. ég hef nefnilega lagt svoleiðis vitleysu á hilluna, í bili. hehehe.
ég er í örðu umhverfi en þegar ég blogga vanalega, þannig að þetta er ekki eins og "mitt".
borrrring as hell.