16.6.03

Kl. er rétt að verða næturvakt búin, bara 3tímar eftir. Á 25tímum (semsagt 3vöktum um helgina) er ég í mestalagi búin að setja í sonna 8-9 vélar, það er alls ekki mikið en mér skilst að þetta sé svona um helgar.. gaman gaman.
Ég var að bæta inn nýjum linkum og taka gamla linka út, eins og þið sjáið þá hef ég lítið að gera (: það er svosem ágætt time of time (eins og ég sé alveg ógurlega busy allan liðlangan daginn, oftast bara sofandi)
En jáá, ég er hætt við að fara á Stuðmannaballið á Egilsstöðum! Ég á engana péning og ætla að reyna draga það útí yrstu æsar (jújú maður kann sína tungu) að fá mér yfirdrátt og svo nenni ég líka ekki. Elías er í fríi á 17Júní og við ætlum að reyna að gera e-h skemmtilegt þá, nenni heldur ekki að vera þunn og eiginlega bara nenni ekkert á þetta ball hvort sem er. Samt er ég er að fara í pínu road trip á morgun, ég ætla nebblegast að fara til Seyðisfjarðar (sem ég hef ekki glæran Gumma hvar er) að horfa á Einherja strákana keppa í fótbolta.. það verður eflast áhugavert og skemmtilegt. Ég, Ási beibí og Nenni ætlum og ég held kannski bara líka Guddi, svo ætla ég bara með Elíasi heim.. ævintýri á Seyðisfirði (ég læt þetta hljóma eins og þetta eigi ettir að vera hinn mesta svaðilför, enda efast ég ekkert um það)
Áðan fórum við Elías og Ási í sund.. það var fucking skít sæmó, neenee það var fínt. Samt fannst mér strákarnir leggja mig í einelti! *skítastrákar*
Elías var að fotmata tölvuna og ég komast að því enn einu sinni hvað þetta baddn er viðbjóðaslega þrjóskt.. heh!
Mig langar í litabók og liti eða perl eða e-h.. pússl kannski, allavegna e-h dund. Ég var að byrjuð á Napóleonssjölunum eftir Arnal Iðriða.. lofar góðu, var að klára Í gengum eldin sem er einhver sjálfsvorkunarbók um dópista.
Vááátttz, það er geggjað veður hérna, spegilssléttur sjórinn og sól! Ohh.. enn og attur kemur tjaldlúll í hausinn á mér í svona yndilegu veðri!
Allt er nú til snildar síða!

Þá var ekið yfir par í tjaldi um áttaleytið í morgun. Stúlka á tjaldsvæði í bænum hugðist ræsa bifreið við tjald parsins með þeim afleiðingum að hún ók yfir þau. Parið var fast undir en lögreglu tókst að koma því undan. Betur fór á en horfðist því parið slasaðist ekki alvarlega. Pilturinn kvartaði engu að síður undan eymslum í baki og stúlkan var aum á brjóstkassanum. Fólkið sem kom við sögu er innan við tvítugt og er kunnugt hvort öðru.
Æææ.. þetta gerðist á Ak um helgina! Ég tek það SKÍRT fram að ég var á Vopnafirði alla helgina! Ég kom ekki nálægt þessum atburði.. heh.

15.6.03

Þá er þessi næturvakt senn á enda!
Það er ekkert búið að vera gera hjá mér í nótt, djöfull leiðist mér þegar það er EKKERT að gera, svo þegar það er mikið að gera þá leiðist manni það enn meira og nennir ekki að gera skít, jáá maður er skrítin. Þegar það er gott veður þá kvartar maður yfir OF góðu veðri svo þegar það er vont veður þá grenjar maður og vælir, það er aldrei hægt að gera manni til geðs.
Ég svaf til kl.6 í dag og ég fékk alveg ægilega gott grill.. ef ég á ekki ettir að fitna eins og feitur aligrís (Sigríður mrs.Loud) í sumar þá veit ansktoin ekki hvað, ég er SÍÍÍétandi, yeahh sem er fínt. Ekkert markvert gerðist þennan dag. Jú við Elías horfðum á Afmælisstelpuna með Nichole Kidman, hún fær * af *** mögulegum. Elías tók líka af mér valdið "velja-spóluvald" Kommon, það er ekki eins og þetta sé einhver MEGA videoleiga og að maður geti bara valsað og ranglað á rétta kassettu, og ég veit pottþétt hvaða mynd við horfum á næst.. Gúrú eða e-h! Einhver fríkí mynd sem Elías getur ekki hætt að hugsa um! *sad*
Ég stend mig enn að því að skoða síður sem ég þekki fólkið ekki jack shit og alltaf finnst mér ég vera jafn sag, heh! Ég stend í þeirri trú að ég sé að leita af einhverjum sem ég þekki sem gæti verið að blogga, en aldrei finn ég neinn.
Það er svo gott veður að mig langar að vekja alla og fara í sund og þetta er sonna nótt fyrir útilegu fyllerí.. ohh, mig langar í VATNAHVERFI 2003 (í Vatnahverfi 2001 þá gargaði Böðvar nokkur Valgeirs þessi frægu orð svo hátt og stolt) mig langar í útilegu djamm. Maður er enn ekki búin að fara í þenna pakka að bjóða sumarið nógu velkomið með útilegu rugli.. Svind&skömm!
Ég hef líka komist að því að Dósinn er nafli alheimsins og paradís á jörð, með þessum fallegu orðum kbeð ég ykkur í morgunsárið (sem er btw opið) Vic THE chick!
And.. hvar er allt fólkið sem ætlar að mæta á Stuðmenn.. Skráið ykkur!!! (",)