ahhh.
ég skil bloggið mitt ekki.
ég get ekki bloggað heima hjá mér.. er það bara ég eða?
ójæja. er á bókasafninu núna. mjög skrítið, hljóðið í stólunum hérna er nákvæmlega eins og hljóðið í vekjaraklukkuni minni.
það eru hjón sem sitja beint á móti mér. þau eru að sækja um eitthvað á netinu og eru að rífast. þau eru mjög pirruð og eru að missa það. ég er að spá í að senda þau út í sóla að viðra sig. það er nefnilega 20stiga hiti á Akureyri right now.
við elías erum ein í kotinu. Lilli mömmuson fór í orlof austur á Vopnaf. í gær. góð með sig. mamma skældi og fór strax að sakna manns. snotri.
við vöknuð í morgun og fórum í sund. það er skrítið að þurfa aftengja sig (dæluna) og srtja tappa í sig þegar maður fer í sund og svoleiðis. fólk horfir. ég var að spá í að segja við eina hvort henni vantaði eitthvað. hún horfði á mig eins og ég væri með 15 bjóst eða 8 rassa.
allt gengur annars mjög vel með dæluna. þetta er nýtt líf. engar sprautur.. nonono! sem er auðvita heldur betur hressandi.
djöfull langar mig ógeððslega á ísafjörð um páskana... vá. ég ætla næstu páska.. daggi og hekill memm? og allir?
jeis.
æ.
það er einhvernig of gott veður og ég er með sumar og sól í hjartanu. í gulum og bleikum kjól og sandölum. það er sumarrr.
ég get ekki verið inni.
ætla í bæin og kaupa popp og tyggjó.
komið í frúnna.
ég er að vinna í dag og á morgun.
sjáumst..
takk fyrir ÖLL kommentin. þau eru egóbúst og ég elska ykkur öll.
ekkert smá æðislegt.
gleðilega páska
3.4.07
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)