13.3.07

jæja.
nýjir tímar framundan... GÓÐIR tímar
þetta er rosalegt.
í dag flutti ég minn fyrsta fyrirlestur með Aflinu (systrasamtök stígamóta) á opnum dögum í MA. það var mikið upplifelsi. að tala út frá minni reynslu og minni sögu. og svona. og bara fá að koma fram og tala fyrir hönd (með þeim Söru & Önnu) Aflsins. ég var svo róleg og þetta tókst svo vel. ég svitnaði ekki einu sinni. minn fyrsti fyrirlestur og fyrsta skipti sem ég tala (í stórum hópi fólks sem ég ekki þekki) sem þolandi kynferðisofbeldis. vá. ég var svo ángæð. svo stolt.
ég er ekki enn komin niður á jörðina. sem er ágætt.
og þetta er ekki það eina.
í gær fékk ég líka í hendurnar dæluna mína (www.sykursjukir.is) þetta er lítur glæisleg út. það leikur allt við mig þessa dagana. og ekki skemmir fyirr að við elías erum að fara suður í viku. förum á morgun. lilli verður í orlofi (þó ekki eins og Stella) hjá ömmu sinni og afa og tuma frænda. það verður eflaust dekur út í geng. heh. við elías höfum líka gott að því að komast saman í smá orlof (aftur.. ekki eins og Stella) við höfum í mestalagi verið ein yfir helgi síðan dísin fæddist. þannig það er gúddd. en dælan er snild. það þýðir að ég mun aldrei þurfa að sprauta mig aftur. í dag sprauta ég mig 5-6sinnum á dag. en nónónó.. með dæluna verður þetta bara á 3daga fresti þá sem ég að skipta um slöngu og svona. vá. það er svoo spennandi allt núna.
ég er herra hressbert dagsins.
enda er það allt í lagi..
líka þegar lífið leikur svona við mann.

jæjaaaah.
góða nótt lömbin mín.

með sól í hjarta og söng á vörum við setjumst niður...
æ kommmmáááán!
nei.
æ.
gaman?
þið vitið..
samgleðjast..
eða? neh