Hróaskeldumyndirnar mínar. þið verið að ýta hægramegin á myndina til að fletta. bróa myndir & ása myndir & heklu myndir.
Vá ég er ekki að trúa að þetta sé búið.
Á köflum mjög ósanngjarnt en samt ótrúlegt. Ég er enn ekki að ná því að ég hafi farið.
Ég veit ekki hvernig ég á að reyna koma þessu frá mér. En ferðasögur eru algjör nauðsyn.
Ég vissi óskaplega takmarkað þarna á þriðjudeginum þegar við fórum út. Ég var svona semi búin að pakka og vildi bara að klukkan yrði flug og að við færum. Ótrúlegt en satt þá var ég ekki búin að kúka á mig af spenning.
Drukkum á karólínu áður en við fórum, drukkum á flugvellinum, drukkum í flugvélinni. Flest okkar voru orðin vel full á leiðinni út og þar var sungið eins og í skólaferðalagi í 5. bekk, sem var gaman. Skil samt ekki enn afhverju okkur var ekki hent út á ferð. Þegar við komum til DK þá vissi enginn neitt hvað við ættum að gera. Við vissum ekkert hvaða lest við ættum að taka eða hvað við ættum að gera, en þá kom gammeldansk til sögunnar, sá ógeðslegi drykkur en hann bragðaðist eins og ís í kjarnaskógi á góðum degi. Þar tók Eyþór (semí kæró ferðarinnar) nokkra vel valda slagara eins og, I wish you were here, mausslagara & Barfly. Þetta er súrasta moment sem ég hef átt. Sátum öll í ruglinu á lestarteinum og sungum og trölluðum. Tókum svo lest inní Roskilde á fyrsta farrými. Einhverra hluta vegna var það ekki vel séð og við áttum víst ekkert heima þar (sem ég btw skil hreinlega ekki) Þegar við komum á svæðið sjálft, eftir skæl, væl, ves og kortrugl þá tjölduðum “við” í rassagati í myrki og héldum áfram að syngja. Þá nótt sofnaði undirrituð kl.9 um morgunin með rödd á við viskíróna.
Daginn eftir fórum ég, Hekla og Dagný og gistum á gistiheimili Halldóru huggulegu. Tókum strikið í einhverju móki og ég vildi ólm kaupa ógeðslega ljóta skyrtu á Örnu Dís, sem betur fer töldu stelpurnar mig af því.
Fyrstu tónleikarnir okkar voru Guns ´n Roses. Axel Rose lét bíða eftir sér og maður var orðin nett pirripú en þegar kappinn mætti og öskraði “DO YOU KNOW WHERE THE FUCK YOU ARE” þá var allt pirr fokið. Þeir tóku alla slagarana og þá komu nokkur tár. Versta hugmynd ferðarinnar var að fara af þeim tónleikum á Sigurrós. Ég er ekki mikill aðdáandi þeirra og seinsofnaði í kjöltunni á Bróa. Við vöknuðum þegar fólk var farið að traðka á okkur til að komast í burtu. Gott múv.
Föstudagurinn var hress. Horbjóðslega mikil sól og ég reifaði mig eins og araba. Sem var mjög notalegt. Mestu vonbrigði Keldunnar var Bob Dylan. Hann var ömó.
Við fórum svo á Morrissey, Kashmir (nei þeir tóku ekki Victoria), Streets (þar sem ég tróðs næstum undir en þá kom herra hero aka Eyþór og bjargaði mér) Scissor sisters sem voru alveg hreint gegggjuð og eitthvað fleira.
Þessi dagur var vírd. Það var lítið af böndum sem maður var spenntur fyrir en samt voru Deftones, Tool. Kanya West sem var mjög ágætur, hann tók slagara eins og take on me og crasy.. þá var sungið. Eins og oft vildi vera í þessari ferð.
Sunnudagurinn var sko hell erfiður.
Það voru svo mörg bönd sem manni langaði svo að sjá. Við komumst yfir alveg ótrúlega margt eins og, Strokes, Arctic Monkeys, Franz Ferdinand, Placebo, Wolfmothers og svo meistara meistaranna Roger Waters. Eftir að kappinn var búin að performa dark side of the moon þá fannst manni maður bara mega deyja. Hann átti Kelduna.
Hann var aðal númerið og lokaði hátíðinni með flugeldum og þvílíku sjóvi. Ég skældi af mér andlitið þegar I wish you were here kom, hringdi í Elías & Örnu Dís og söng fyrir þau og svo sameinaðist ég 80þús manns þegar hann tók The wall. Hringdi svo í pabba í Money og sagðist elska hann. Held að gamli refurinn hafi öfundað mig aðeins, heh.
Þetta var rosssssssalegt. Ég tók líka helling af videoum á þessum tónleikum. Sem er ansi gaman að horfa á núna.
Í einhverju óðagoti sváfum við 2 tíma og drulluðum okkur svo kl. 5 eða 6 um morgunin inní Köben til að bíða þar á lestastöðini til 11 þá fórum við á gistiheimilið í LANG þráða sturtu. Ég hef aldrei verið jafn drullug en hef engu að síður aldrei verið jafn sátt.
Svo tókum við Fisketorve & strikið eins og maraþonhlauparar.
Þessi ferð var YNDISLEG út í eitt. Frábær í alla staði. En hún hefði aldrei verið svona æðisleg hefði ég ekki verið með svona huggulegum hóp. Takk bebein mín. Þó helst takk til Heklu, Helenu & Dagný.
Pælið í því, í viku vorum við á skralli og látum og engin meiddist eða var drepinn (þó nokkrir hafi nú samt “drepist” heh)
Við stóðum í því alla ferðina að finna nikkneim yfir allan andskotann. Það var ógeðððslega fyndið og þóttum við með þeim fyndnari á svæðinu.
Mér er meira en ógeðslega mikið illa við hita og mér til ánægju var 30 stiga hiti þarna allan tíman. Ég svitnaði eins og grís á launum og hlaut viðurnefnið Blingbert sveitti.
Það var líka ansi fyndið þegar búið var að versla og átti að fara pakka ofan í tösku. Þá stóð ég eins og leikskólakrakki og kom engu ofan í tösku. Þá tóku sig saman 4 vaskar hendur og pökkuðu fyrir mig (kiss Dagný&Hekla)
Ég er svo innilega elskulega þakklát litla manninum mínum að hafa peppað allt uppí mér að fara og hafa bekkað mig öpp þegar ég hætti við að fara út (sem var kannski svona 987sinnum). Váá.. þetta var ævintýri sem verður að endurtaka sig. Ég er sammála öllum.. einu sinni farið þú getur ekki hætt. Keldan verður árleg. Elías kemur auðvita með næst og Dísin líka. Vííí. Árlega famelíuferð á Kelduna, ekki slæmt það.
Mestu vonbrigði: Bob Dylan
Skæl: Guns, placebo, Roger Waters & Eyvör. Taxi þegar komið var til DK. Hekla & Dagný á Strikinu
Orð ferðarinnar: vandræðalegt, kjullubangsi, lulli, sjonni beibílof, awkward, tentarar, blautþurkkur, tjékk it bæ, boddy holly, bókasafi
Setningar: This is actually awkward. Hárið á mér er eins og bókasafi. Hvar er bjórinn? Hvar er Eyþór? Ertu með dagskránna? Vandró
Mest á óvart: Eyvör, að hafa ekki hitt alla sem ég þekkti þarna, hvað þetta er ógeðslega stórt
Best: ískalt jarðaberja romm krap, Heitur bjór, tekíla sönnræs, rúnstykki á morgnana, sólarvörn, molarnir mínir sem ég fann, roggi vatn, ástarklósettið mitt, HM, súkkulaðikakan sem ég borðaði yfir þýskaland-argentína, ískalt vatn, samlokurnar í Tuborgtjaldinu, myndavélin mín,
Ógeð: gammeldansk og molarnir með norskum skapahárum, blauta ostalyktin þegar maður labbaði inn á svæðið, pissulyktin. Prikið.
Svikari: Dagný lovebird
Tentarar: Dagný&Brói og Frosti&Hjördís
Nafn: Blingbert hinn sveitti, Mölnir, dagfinnur frændi & hekill frændi
Fyndnast: Það þarf að laga laga laga laga hann Braga, bókasafinn, Hekla. Ég og Dagný í singstar, fólk á sýru, kyssusagan hans Ragga, gaurinn sem lét mig taka hvítabjörn í fæðingu á ensku og var svo íslenskur. Kvartbuxurnar hans Binna.
Sögur: Helena á þynnkudögum
Leiðindi: að bíða eftir öllum, týna einhverjum, pirringur á flugvellinum, að vera með rang pin númer á visakortinu,
Öskur: The wall, HEKLA??!!! (á guns) Þórrrrrrgnýr & Arnar lilli beibílof,
Spurning: Hvar eru allir vinir mínir? (Frosti að drepast út í sólini einn morgunin)
Bjargvættur: Fannar með varasalvan, visakortið mitt eftir hátíðina
Munaðarlaus: Viktotría
Auglýsing: Dressman
Hrotur: Eyþór. Fannar kom líka stekur inn á 10mín fresti
“Legg”: Binni (krakkhó) & Frosti í sólinni
Prik: Kókaínhóran á Café Victoria
Tuð: Helena að tala um Guns tónleikana
Lag: Barfly með Jeff Who og auðvita mörg önnur
..jæja nú er ég loksins búin að henda þessu öllu inn og nú vill ég að allir sem eiga hlut að máli og allir hinir (sem eru 185) taki sig saman í andlitinu og kommentið. ég hef ekki beðið um komment síðan í 5bekk. heheh.
NJÓTIÐ þess að skoða og lesa.
góððððða nótt.
11.7.06
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)