ég veit ekki hvernig ég er.
það er komið vor. vorið er ekki mitt uppáhaldstímabil. því jú ég er tvíburi og eins og sönnum tvíbura sæmir hef ég ævintýraþrá eins og harry potter á góðum degi. ég vill bara fara. skilja við allt og alla og fara. þannig er ég á vorin. eins og lamb eða kálfur sem Þarf að komast út. gera eitthvað. en um fram allt að vera frjáls eins og fuglin. og eins og hver maður veit þá er það hægara sagt en gert.
vorin er voða flott. gott veður og kósíheit. grillveisla í bakgarðinum. en ég verð eins og ég hreinlega veit ekki hvað.
og talandi um að vita ekkert. þá hef ég ekki enn ákveðið hvað ég ætla að kjósa. samt held ég að ég sé ákveðin.
kosningar puff.. ég á líka afmæli 27maí og það er nú merkilegra en kosningar.
það verður semí tvítugsaafmæli hjá mér 27maí í trölla 804.
ég hef allavegna talað við einhverja og á eftir að tala við einhverja. vonandi komast allir og þá verður sko dansað. rokkprik fyrir mér að eiga afmæli. en ekki hvað? ég nenni samt ekki að grilla eða eitthvað svoleiðis leim. það er ekki töff að borða og fara svo að djamma. nei það veit hver maður.
jæja lifið í lukku en ekki krukku.
9.5.06
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)