6.4.06

5.4.06

ég þoli ekki hvað ég á marga vini/félga/kunningja (ég nota orðið vinur eða vinkona eki oft, enda á það ekki við alltaf) sem ég hjálpa og styð og dansa með en þegar ég þarf hjálp og stuðing og öxl til að skæla á þá eru allir "bissí" eða bara ekki bissí. æ. ó. eða kannski að ég leit ekki eftir hjálpinu. en ef þetta eru vinir manns þarf maður þá endilega að biðja um hjálp og öxl?
hvað er líka málið með að fólk kemur ekki heimsókn. það heyrðist ekki lengur að dyrabjöllu sé hringt. nema það séu börn að safna á ýmindaða tombólu eða þýskur skiptinemi að selja "heimatilbúnar teikningar".
tímin er svo dýrmætur og við alltaf að drífa okkur. engin má missa af þessu og hinu. ræktin, sund, út að hlaupa, leikhús, skóli, vinna, útlönd, djammið (sem tekur nú oft ágætan toll af vinskap og heimsku), allir með tölvurnar kurrandi og marrin yfir sér allan daginn út & inn, allir verða að fá meiri pening, útsala hér og útsala þar, flottir bílar, flott föt og allur þessi pakki, þið kannist við þetta sjitt.
þið eruð öll ofdekruð, sjálfsumglöð, sjálfhverf og full af drulluskít.
það eru svo margir sem hafa gengið sinn veg (ævi sína) algjörlega hnökralaust. ekki þekki ég þann veg en þegar erfingin situr og nagar mæliskeiðar og heddfón og kúkar.. ó já þetta allt í einu, geriði þið betur, þá er hnökralaustlíf ryk í mínum augun.

ég veit það reyndar að ég er ekki hress, ég er þreytt og langar í gimmið (því ég er offffur hædrósíköttuð)
mús er líka helþroskaheft, illa skökk og hlýðir mér als ekki (þá er ég að tala um tölvumúsina)
páskaR SMáskar..
ætla brjóta saman þvott, skella í lagköku, viðra sængurfötin og dansa með mittissvuntu við erlu þorsteinsdóttir (jú þetta er auðvita dulítil kaldhæðni, því hvað er betra en kaldhæðni á miðvikudegi)

?!?!

3.4.06

Allir saman nú..
Það eru bara nokkrir dagar í frægu borgarferðina okkar. Mig hlakkar enn mikið til. Já ég er kannski eins og lítið barn að bíða eftir jólunum. Einföld sál.
Annars er allt við það sama. Allir eiturhressir og fara stækkandi (þá meina ég auðvita og aðallega barnið). Ræktin er tekin með trompi samt ekki jafn miklu trompi og blessuð mágkona mín, enda er ég ekki að fara keppa í fitness. Ég ætla bara að standa á áhorfendapöllunum með spöld og öskur að vopni.

Apríl verður skrítin mánaður. Mikið að gerast, Rvk, páskar, fitness, borða.. en engin mamma. Mikið á ég eftir að sakna hennar. En það verður enn betra að fá hana heim aftur.

Tvö banaslys á Kárahnjúkum. Hmm.. ég set spurningamerki við þetta allt saman. Innst inni er ég Vinstri græn. Talandi um grænt.. helv. snjórin er að sökkva öllum Eyjafiðrum í einum bita. Heimsku páskar. Það er alltaf snjór á páskunum.

Mér líður ekki eins og ég eigi að skrifa blogg. En samt finnst mér ég verða koma einhverju út.

Allt sem þú lest er lygi..