19.1.06

Eitt þykir mér alltaf jafn gaman, það er það að skoða kaffiak síðuna. Afhverju? Jú.. það er alveg einstaklega skrítið fólk sem sækir þennan stað (finnst mér) þetta eru tælendingar, offitusjúklingar, ástsjúkar mellur, háskólapakk (sem er stórrrskrítið upp til hópa) elddddgamalt fólk og fleiri.. fleiri eins og ég og þú. Í þau fáu skipti sem ég hef skransað inn á þennan stað þá er eitthvað allt svo oldís þarna. Tónlistin (ég tek það fram að mér þykir gömul tónlist als ekki leiðinleg, en svona 90' "rokkvælgól" er borrring) allir að leita að að ríða og allir eitthvað svo sjálfhverfir. En ég þarf kannski bara að kynna mér þetta pleis betur, hef svo sem aldrei djammað almennilega þarna, eða svona. En um fram allt þá skoða ég myndir hjá þeim alltaf, og þykir það hell gaman. Æ þið skiljið. Annars finnst mér gaman að vera þar sem skemmtilegt fólk er aka vinir mínir og fólk sem ég þekki. Eins og t.d. um helgina. Þá skelltum við heklz star okkur á fyllerí með meiru. Það var dámmsamlega gaman. Ég var í eldddd gömlum loðbomsum (kuldaskóm af gömlum manni sem lá í gilinu á leiðini niður í bæ, hann vildi endilega lána mér stígvélin) sem eru mín uppáhaldsstígvél og í egals bolnum hennar Heklu og dansaði eins og kúlið hefði aldrei inn um mínar varir farið. Á meðan fermingasystur og bræður gátu varla hreyft sig að ótta að missa þetta NÝfundna kúl. sjitt þetta var svo gaman. Ég geri grín af svona fólki. Það getur ekki dansað, það getur ekki sleppt sér og misst sig því það er svo hrætt við að aðrir halda að það sé "ekki kúl". Ég misst það aftur og aftur og naut mín í botn. Þannig á það að vera. Við Hekla gátum kannski sjáfum okkur um kennt, við vorum náttúrlega á hipp&kúl staðnum Amor. Það eru bara glimmerdrottningar & teppahommar (finni nótt, hell yeah). Reyndar var bolurinn svolítið stuttur á mig og ég var alltaf að toga hann niður, það var kannski ekki svo kúl. Bumban farin að vella út um allt og allir drukkna. Nei ég segi svona.

Er það djellípartí hjá meistara Guðfinnu & herramanninum Baldvini á laugardaginn? Sjáum til sjáum til. Fyrir utan að ég hef átt í miklli tilvistarkreppu í sambandi við "að vera mamma, barn, út að skemmta sér, fólk, álit annara rugl" þá fer Elías líka að vinna kl. 8 á sunnudagsmorgunum. hmm. Jæja þetta ræðst allt saman.
Bóndadagurinn á morgun, hvað skal gera?
Ég og Guðfinna fórum í sund í dag.. þvííílíkt gott. Ég hef heldur aldrei verið jafn lengi í sundi. Og til að toppa alla mína gleði þessa daga þá kom nýju HM listinn, jissssúss minn og guð hvað ég varð glöð. Ahhh that make my day.. week & month even year. Nei kannski ekki alveg.
Segum þetta gott í bili.
hefur ekkert annað að gera?
Ásgeir, Harpa & Embla Blöndal koma líka heim á Laugadaginn, jih hvað ég hlakka til.
Vikoría Jóhannsdóttir aka Toría Gloría.

17.1.06

1. Hver ertu?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í þremur orðum?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað að segja mér eikkað en ekki getað sagt það?