jólin jólin, jólin koma brátt.
ég er ekki jólabarn. ég fæ aldrei fiðring og sting í mallan út af jólnum. veit ekki afhverju það er. mér finnst gaman á jólnum en verð ekkert ofur spennt. það er líka kannski allt í lagi. ég er nú samt byrjuð að skrifa jólakort. ætlum að senda öllum ættingjum og vinum sem hafa hitt og sent litlu snúlluni gjafir og það eru sko mjög margir. og auðvita er verður mynd af litla kappanum. en ekki hvað? (;
svo 17des ætlum við að djamma. þá verður sálin í sjallanum (sem mér finnst ekkert spes, en ef ég þekki akureyringa rétt þá verða allir að djamma þá) og við ætlum meira að segja að halda partí. og ykkur er boðið. þá er elías líka búin í prófum og þá getum við djammað saman. arna dís verður í pössun hjá ásgeiri og hörpu. ég kvíð kannski smá yfir því, en það reddast.
við höfum aldrei haldið almennilega partí hérna í tröllagilinu. má bara til með að muna að láta nágrannana (upp, niðri og til hliðar) vita að þessu partíi. mér finnst það lámarks kurteisi að tala við nágrannan og segja þeim frá þessu. við erum líka svo ótrúlega heppin með það að eiga alveg yndilega nágranna.
ellen pellen ætlar meira að segja að koma á ak og djamma með okkur þessa helgi. mikið hlakkar mig til. víííí. parrrrrrrrtí.
mamma er að gera geððveikt flotta lopapeysu á mig.
lilja systir hörpu er að fara klippa og lita okkur elías á eftir. húrrí.
æ já.
7.12.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)