Hvurning datt mér í hug að ætla í aðhald í byrjun aðventurnar? Já hvurning? Sei ég veit það ekki. En nú er ég hætt við aðhald fram yfir nýja árið. Þá skal skunda til ræktar og heilsusamlegs lífernis. Sé fram á að áramótaheitið verði "aldrei aftur nammi og fara í ræktina 3 á dag." Nei anskotin hafi það, bull og vitleysa.
Annars er gott að frétt af Toríu. Hætt með ungan á brjósti (þoldi ekki andstyggðar móðurmjólkina sem ég hafði upp á að bjóða) og hún dafnar vel og er að verða ansi pattaraleg, eins og hún á að vera. Maður getur þá kannski farið að fara eitthvað út, kaffihús eða eitthvað. Langar ógurleg á kaffihús eða í sund. Sund, hvað er það? Keypti mér allavegana sundbol í dag. Og hann er ekki ljósblár og gegnsær (eins og bikínið mitt í sumar.)
Kíkti í bæinn í dag. Fékk mér auðvita cappuccino og röltu mér svo í Bókval og hékk þar í klukkustund eða svo, las næstum alla Jonh Lennon ævisögu og Ojbarasta vastu að freta Fróði? Sú bók er náttúrlega ein sú besta og það er bókað mál hver fær hana í jólagjöf frá hverjum. Semsagt Embla frænka frá mér. Ég komst líka að því, mér til miklar skelfinar að mig langar í nokkrar flíkur úr ógeðis búlluni Centro. Já ég skammast mín og ég veit ekki hvort ég muni láta undan því og fá mér þessar flíkur því ég þoli ekki þessa búð. Oj. Sé til sé til. Ég þoli ekki þessa búllu því, manni er aldrei boðið góðan daginn þegar maður kemur þarna inn og svo er ógeðis fólk að vinna þarna sem heldur að það sé gebba kúl því það á þessa búð eða what ever. Svo syngur beyglan við afgreiðsluborðið með Sálini. Sjá frekari röfl frá mér um þetta í Velvakandi einhvertíman í sumar. Og já ég sendi bréf í Velvakandi. Velvakandi er líka fyrir tremma trendí fólk eins og mig.
Spurning er, á maður að skella sér á Hjálma, 10des? Fyrsta djammið? Spurning um að gera þetta bara almennilega og halda kannski teiti bara og eitthvað. Ha? Hvernig líst mönnum á það?
Það er annars jólahlaðborð hjá vinnuni 25nóv, damh ég hlakka til. Það var svo hriklega gott í fyrra og verður vonandi enn betra núna. Svo er síðbúin jólabröns með jólabjór og látum á laugadaginn hjá mömmu og pabba. Jólabjórskynning eins og fólk vill kalla það.
Núna er komin háttatími. Elías situr fyrir framan sjónvarpið eins og krakkagrís á aðfangadagskvöld, hann fékk 6 þætti úr nýju Lost seríuni. Spennó spennó.
Ælta aftur í bæin á morgun og verlsa eitthvað, buxur og eitthvað. Vill einhver koma með mér?
Silvía Nótt,
Sofðu rótt,
í alla nótt,
að eilífðu,
AMEN.
Ætlar einhver að reyna að segja mér að þið séuð ekki pínu skotin í henni?
16.11.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)