25.10.05

heyr heyr.
haldiði að maður hafi ekki gerast eðalgæra og skellt sér í ljós. mikið er það ógeðis leiðinlegt helvíti. afsakið. það er frekar óspennandi. og það þar sem ég verð eyrðarlausari en fló á skinni með gyllinæð þá er þetta ekki skemmtileg athöfn. en þetta er gott og ég verð ofur hot af þessu. BJÚTÍ IS PEIN.
komst líka að því að ég passa ekki í kjólin sem ég ætlaði að vera í í skírnini. brjóstin full af mjólk og ekkert kemst utan um kellu. það er ástand á manni. þannig að ég NEYÐIST til að kaupa mér eitthvað nýtt. andstyggilegt. ha? já. NEI. komst sem betyr fer í dökkbláa pilsið sem ég keypti útí DK og svo er moms að prjóna fyrir mig mjög svo töff ermar. eða hvað þetta heitir. ég vona að ég finni mér allavegna einhvern bol. það var annas að opna mjög flott búð hérna á ak. fórum í hana á föstudaginn, ég keypti mér meira að segja ógissslega töff jakka skilluru. þetta er búð sem saman stendur af, deres, smash og retro. smash.. ahhhh. ég hef verlað ansi ansi mikið þar í gengum tíðan. og munið eftir jónas á milli. heh.
annas er ég að skella mér í klippó og litun á morgun. það verður gott. og gaman. er búin að vera mjólka mig eins og belja í dag. til að eiga nóg handa þeim feðginum á morgun. og svo erum við að fara í leikhús á fimmtudagskvöldið og þá þarf að mjólka sig. amman og afinn ætla að gæta litla ungans. ég fæ effffflaust taugaáfall. nei ég er búin að róast mikið.
let do somthing.
bye.