14.9.05

Smá fréttir.
Fórum í skoðun í dag. Það er semsagt ákveðið að drottingin komi 30sept. ef hún verður ekki komin sjálf. Þá verð ég sett af stað eða tekin með keisara. Ég er komin 39vikur og 1dag 30sept. og þá á hún víst bara að koma. Pælið í því, það eru aðeins 16dagar í hana, í mesta lagi, top. En auðvita er í lagi ef ég fer sjálf af stað. En þeir ætla ekki að sækja hana fyrr. Lungun í börnum hjá sykursjúkum konum eru lengur að þroskast en hjá örðum, þannig að þeir hætta ekki á það. En annas er hún alveg tilbúin. Hún er orðin rúmar 14merkur núna og á eftir að stækka meira. Ég er enn að stækka. Jáá.
Hormónarnir eru komnir á gott skrið líka. Ég er doltill kjökruskælupúki. En það er allt í lagi, því ég hef ansi góða öxl að skæla á. Elías er eins og klettur við hliðina á mér. Ég elska þig.

Við ætlum að kaupa okkur aftur áskrifarkort í leikhúsið. Ætlum á, litlu hryllingsbúðina, fullkomið brúðkaup, belgíska kongó og örugglega Edith Piaf. Maður er ansi flottur á því. Það er svo hátíðlegt og yndilegt að fara í leikhús.
Við æltum líka að fara opna barnalandssíðu, það verður ágætt svo fólk geti fylgst með drottinguni.
Æltum líka kannski að fara á Bubba tónleika á morgun.
Eva dúlla var að senda okkur pakka. Þvílíkt sætan mjúkan bangsa, snúllu bol og bleika Nike peysu. Ekkert smá sykursætt. Takk fyrir það elskan.
Ég er líka ný klippt. Lilja klippti mig á laugadagskvöldið. Aðeins síðara örðu megin, stutt, sítt, smá lokkur. Samt ekkert ofur fríkað.. ekkert eins og seinasta sumar, en samt flott. Stutt hár er best. Það er ég. Mér sýndist ég samt sjá grátt hár þegar ég var að tannbursta mig áðan, hmmm? Má til með að muna tjékka á því betur.
Ég er að lesa allt eftir Isabel Allende. Búin með, Hús andana & Ást & skuggar og er að lesa Eva Luna núna. Ótrúlega spennó og duló bækur. En ég er nú meiri, ég ætlaði sko að lesa allar kvennspæjarabækurnar í sumar en lenti bara í einhverju allt örðu. Búin að lesa allt annað en þær. Er bara búin að lesa Kvennspæjarastofan nr. 1. Verð að fara í bókasafnið og sitja um þessar bækur. Eða bara kaupa þær í kiljum. Það er ekki svo dýrt. Mig langar líka mjög í Englar & djöflar og Móðir í hjáverkum.
Ég er líka með allar 6 seríurnar af Sex & the city. Er búin að vera horfa á þetta með smá stoppum í mánuð. Ansi eru þetta góðir þættir. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta endar (og nei ég vill ekki vita það.) Elías horfir líka með mér. Heh.. Já hann er ansi óléttur með mér. (; sætamúsin. Neih honum finnst þetta þvílíkt gaman.

EKKI GERA EKKI NEITT!
..góða nótt.