5.8.05

alltaf jafn gott að koma á bókasafnið og hanga. að hanga á bókasöfnum er gott. kíkja í tölvuna, kíkja á síður sem ég kemst ekki á heima, (útaf einhverju fokki) skoða allt hitt fólkið, lesa alskonar blöð, kíkja í bækur sem maður nennir samt ekki að taka, liggja í sófanum, skoða barnabækurnar og bara hangsa. gúdd gúdd.
það er líka oft svo að gott að komast í annað umhverfi og blogga. heh.
og næstum.. bara næstum var ég búin að gleyma hvað er gott að hlusta á xið. hvað er að mér? hvernig gat ég næstum gleymt? sjitt.. freysinn á aldrei eftir að fyrirgefa mér. hver man ekki þá daga þegar ég seldi emblu blöndal á flómarkað freysa? hahah, það var frekar fyndið. hringdi einhverjir gæar næstu klukkutíma og spurði um verð og annað. þá var ég hætt við að selja hana því þá var hún orðin þæg og góð aftur. hvaaa.. hún var að garga og öskra og eh slæmt, og auðvita vorum við frænkur að hlusta á xið og flómarkaður stóð sem hæðst. kommmon, hún bauð uppá þetta. en djöfull er xið samt breytt. einhverjar skímó auglýsingar og pottþétt 30, whattt? ekki var þetta svona backindadays. óíneih.
litla stýrið er að hætta á naustatjörn leikskólanum sínum og fara á leikskólanum sem er fyrir neðan okkur. fór með ís og læti í leikskólan í dag, frekar spennó. reyndar ótrúlega sniðugt að það má ekki koma með neitt nema íspinna þegar maður er að hætta eða þegar maður á afmælis. finnst það ekkert smá sniðugt. ótrúlega ósanngjarnt ef þeir sem eiga kannski fátæka foreldra og geta ekki komið með þvílíkar kökur og pizzur og læti, þannig að það er bara það sama á alla. sem er gott.
er aðeins alltaf að skoða síður eins og móðurást.is & ólivía & óliver þvílíkt hvað er hægt að kaupa handa litlu barni. ég veit alveg að það er margt og mjög mikið þarna mjög óþarfa dót en ansi væri gaman ef maður ætti 98537957937987349þúsund mikla péninga að geta keypt bara allt. en eins og mamma segir alltaf þegar einhver er geðveikt ríkur, ætli hann sé eh hamingjusamari? neh og ég efast um það. eða ég veit það. ég er hamingjusöm nákvæmlega eins og lífið er akkúrat núna. ég t.d. ekki fyrir því um versló að langa djamma og eh. sem er skrítið, því ég var búin að ýminda mér að mig myndi langa fá mér bjór og djamma, en mig langaði það ekkert. fór 2 í bæin og fór svo bara heim um 2 leitið og það var bara gaman.
maður getur samt veri ansi klikkaður. maður á það til að detta í það að hugsa allt það vesta, þið vitið og þegar maður er ófríksur þá er getur maður dottið inní ansi slæma hugsun um að allt gangi á aftur fótunum og allt það. en ef ég dett inní þetta ástand, þá tek ég oft upp sitja guðs englar (eftir guðrúni helgadóttur) og les aðeins fyrir drottinguna, finn hana sparka og ólmast og þá hætti ég að hugsa svona. og ég syng líka oft fyrir hana, því það er mjög sniðugt að þegar ég er ein heima eða elías sofnaður við hliðina á mér, og ég byrja að ræða við litlu snúllu eða lesa fyrir hana þá verður allt brjál og hún ólmast og rassgatast eins og ég veit ekki hvað. en það er líka mjög fyndið að þegar hún er sparka og það er einhver í kringum mig annan er elías, og ég ætla að leyfa þeim að finna þá hættur hún um leið og þær hendur er mættar. reyndar hefur pabbi, mamma og harpa fengið að finna, en ekki ásgeir eða tengdó eða embla. og eins og ásgeir hefur oft reynt að ýta í hana og bögga hana svo hún fari að sparka, ó nei maður lætur ekki plata sig. einhverig held ég að þeyya verði ansi fyndin karekter. og voandi verður hún með hárið sem fæddist með. og allt bendir til að litla drottingin verði vog.

óó.. jæja. tímin í tölvuni er að verða búin. ætla að fara snúllast um bókasafnið. og bíða eftir að lee mæti á pleisið, held að við ætlum á kaffihús. enda er ég að deyja úr koffínskorti.
hehe.. xið: fyrst var það páll óskar, rottweiler og svo hreimur.. árni jonsen er eins og xið, þolir engan viðbjóð.
HAHAHAHAHHAHAh..

1.8.05

komnar inn nýjar myndir. hafnarpúkinn 2005 og eh úr bænum.
góð helgi að baki, sumir þreyttari en aðrir en allir hressir.
voandi gengur umferðin vel í dag og allt það.
við elías erum bara hérna í rólegheitunum, liggjum yfir video.
ég er samt að spá í að fara í gönguferð.
kúlan er orðin svo glerhörð að það er ekki nokkru lagi líkt.. og alltaf styttist þetta. sem er anssssi jákvætt (;
jæjaaa.. verið nú dugleg við að kommenta því ég er svo dugleg við að blogga.
mmmkayh