SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ SUMARFRÍ ó jááá ég er komin í 6vikna sumarfrí. 22júní - 5ágúst. yeahh
embla skildi nú ekki um daginn. við elías vorum eh (einu sinni sem oftar) að spá í nöfn og eh.. og ég spurðu emblu hvort hún vissi ekki eh gott nafn á litlu drottinguna.. hún bara: já, silvía nótt. ég bara.. wahhh? hún skildi ekkert í okkkur að vilja ekki skýra barnið eftir þessari líka pæju. hún er kappi, jájá en að skýra barnið eftir henni.. néhh, ælti það. sigga vinkona hótaði líka að berja í borðið ef við færum eftir þessu, og hver vill að sigga fari að beita ofbeldi? ekki ég. seisei neih.
en enn er ég voðalega upptekin að þessu furðuverki sem vex innra með mér. enda er sá tími sem það sparkar og rassakastar sem allra mest. og það er eh svo notalegt. ég er farin að lesa aðeins fyrir það (yes ég er kreisí) og þegar ég byrja að lesa þá byrjar ballið.. ég hef greinilega svona líka hvetjandi rödd. heh. og á enda sprettinum mun ég eflaust geta sett seríosskál á bumbuna og kjamsað á. það væri nokkuð magnað. og það fer að líða að því að ég setji inn nýjar dráttkúlumyndir. því jújú alltaf stækkar þessi kúluhrúga. ég er líka aðeins farin að kjaga. mér finnst það doltið fyndið. ég líkist doltið guðrúni minni íslenskukennara í grunnskóla. hún var eðall. já maður verður ósköp afmyndaður svona í ástandinu, en um fram allt er maður sætur. sem betur fer er ég ekki enn komin með bjúg. nema þanna nokkra daga um daginn, þegar ég var eins og geld grísamamma, með bjúg í andlitinu og fingurnar á mér voru eins og hnullafeitar pulsur.. eða rúllupylsa. það var ekki svo fallegt, en ég losaði mig við bjúgin með 8lítrum af vatni og skemmtun.
ég er leið á nokkrum spuringum:
*er alveg eðilega hvað þú ert með stóra kúli? svar: JÁ.
*verður barnið þitt ekki þvílíkt stórt? svar: nei ekki ef ég hugsa vel um sykursíkina og allt fer vel.
*heldur að þú farir aftur að vinna eftir sumarfrí? svar: ég veit það ekki, ætla að sjá til hvernig ég verð þá.
og þegar fólk byrjar að segja mér einhverjar horror sögur af fæðingum og börnum. NEI TAKK ÉG VILL EKKI HEYRA NOKKURN SKAPAÐAN HRÆRANDI HLUT UM ÞAÐ. NEI NEI NEI.
það eru 50-70% líkur á því að ég verði tekin með keisara. því ég er með sykursíkini og það er oft svo mikið álag á líkaman að þeir hætta ekki á að láta sykursjúkar konur fæða sjálfar. við erum alveg sátt við það, enda ekkert undan því að kvarta. en nei þá fæ ég að heyra sögur eins og: þú færð ekki sömu tilfinnginu f. barinu þínu þegar þú ert tekin með keisara, því þú færð bara hreint og fínt barn uppí hendurnar, eftir enga vinnu. (uhh ég gekk með það í 9mánuði) ég skil ekki hvað fær fólk til að kjafta um þetta við mig, kasólétta kjéllinguna, viðkvæma as hell (skælir yfir öllu og með hjartað í buxunum all day long, alltaf yfir öllu, er nógu peranojuð yfir að þetta gangi ekki og öllu þessu) ég barasta skil það ekki. svo ef þú hefur einhverja horror fæðingasögur og eh þá máttu halda þér saman og geyma hana inní þér. ég vill ekki heyra hana núna eða seinna.
takk fyrir það.
og núna er næstum bráðum bara vika í að mamma og pabbi og tumi flytji. við skellum okkur á dósina laugad. eftir viku (2júlí) pökkum í bíl og tökum loka hönd fyrir pleisið og svo verður flutt í höfn. gvöððð ég get ekki beðið. það verður svooo vonerfúl. víhh.
munið svo að tjékka alltaf reglulega á mblogginu. því ég skelli oft inn myndum.
góða nótt.
moms and the queen of all
22.6.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)