þá er maður orðin 20ára!!
hafði hugsað mér að halda öðvísi uppá það en á þennan hátt er það líka notalegt.. mjög svo eiginlega bara. ég er reddí með bakkelsi og meðððíð. búin að bjóða í smá teiti, kaffiboð.. virðulegt.
litla drottingin sparkar og sparkar og á það til að láta öllum illum látum, en.. það er bara notalegt. ég finn þannig ekkert fyrir því. allavegna ekki á slæman hátt.
en ég ætla ekki að hafa þetta lengra.
óska ykkur öllum góðan 27maí dag.. því það er jú besti dagurinn ;)
27.5.05
25.5.05
Og hvað haldiði.. það kúrir lítil stelpa í bumbunni minni. Stelpa stelpa stelpa stelpa. þetta fengum við að vita í gær. stelpa. við vorum í sónar. og spurðum, konan sagði að það væri nú mjög greinilegt að þetta væri lítil dama. stelpa. og hefði ég verið hjá læknin mínum eða einhverstaðar annastaðar hefði ég ælt og kafnað og dansað. við fengum auðvita bæði tárin í augun og gátum ekki hætt að brosa. stelpa. stelpa. stelpa.
allat gekk vel. stelpan okkar er með fullkomið hjarta og allt í besta lagi. og allt fullkomið, enda ekki við örðu að búast. þetta er nú dóttir okkar. stelpa.
óóó jæja. ætlaði bara að láta vita. mbloggið kjánir ykkar.
svo er auðvita 20ára afmæli eftir 2daga. afmælinu aflýst, nánar auglýst síðar.
takktakk.
Viktoría mamma.. með drotttingu í mallanum.