29.4.05

23:10 á föstudagskvöldi.
og frú Guðrún Viktoría Jóhannsdóttir er að baka köku með bumbuna útí loftið, heheheh. jáá ég lýg því ekki, húsið er fullt af kökuangan og kósíheitum. sei ég hélt að þessi dagur myndi ekki renna upp (allavegna ekki næstu 50árin) en neinei hann er komin og ég nýt hans í botn. já ég nýt hans í BOTN.
ég er ekki búin að vera neitt sérlega spræk, sykurinn var í fokki (en ekkert sem skaðar litla búran okkar) og eh voðalega sérlega skemmtilegt vesen á mér, sem betur fer á ég lítin skítin mann sem fylgir mér hvert fótspor og treður uppí mig sykur við góðð tækifæri, heh. en eins og ég hef margtoft sagt þá væri ég löngu og þá meina ég LÖNGU dauð ef elías væri ekki við hliðina á mér. takk rjómaköttur.
en annas er lífið svona ljúfurinn og ljósini fylgir skuggi (gleymið því ekki)

stundum finnst mér vinnan erfið. ég hélt að ég myndi ekki í þessu lífi viðurkenna það. ég er afar stolt manneskja. þó ég sé 1 í sykri (sem er mjög látt) og ólétt þá læt ég engan segja mér að setja niður, slapp af og fá mér sykur. gvöð hvað maður getur verið vangefin stundum. verð að droppa þessu. slapp af.
nágrannar mínir eru að flytja og ég gekk upp 8hæðir áðan, ég varð ansi móð. ég hef lítið þol. (sko ég er að viðurkenna)
en heii heii heii.. heheheh.. ég fann fyrsta sparkið á þriðjudagurinn seinasta. lagðist uppí rúm eftir mjög dramtíststelulagatónlistarkrakkasskvöld (við ásgó komumst inní tölvu hjá einhverjum í blokkini og náðum okkur í hellings hellings tónlist) og ég var aðeins að miss mig yfir þessu öllu saman og var doltið spennt (var með spenntan magan í 2klukkutíma) svo lagðist ég uppí rúm og slappaði af, og þá kom gott spark frá master búra, hah. elías lá svo með höndina á mallanum og þá kom auðvita ekkert aftur, auðvita ekki. það var annas mjög yndilega að finna aðeins fyrir þessu.
maí verður undir lagður í lækna, neih kannski ekki alveg. 18maí förum við í 20vikna sónar. 24maí förum við suður í 20vikna sónar (jáá aftur) og hjartasónar á litla krílið. 9júní fer ég suður í alsherjar læknistjékk, sykurtjékk og það sem því fyglir, augnlæknis (mjög vandlega fylst með sykursjúkum konum á meðgöngu varðandi augu) og eh fleira skemmtilegt. 7júní fer elías á Iron Maiden. og við ætlum eh að tjékk á barnadóti og eh, skoða og kanna og svona, ekki seinna vænna, hehe. neihh. bara svona skoða og eh.
eruðu ekki alltaf dugleg við að skoða mbloggið mitt? ég hendi oft inn myndum þar.. svoo? koma svo? haa?
en annas kveð ég bara á þessu lovlí föstudagskvöldi, ég syngjandi jólasöngva og bakandi, nokkuð nett á því. amma og afi úr kóp eru hér á akureyrinni, grill og allur pakkinn annað kvöld og ég býð í köku og kaffi.
húrra..
dingúlbells dingúlbells dingúl alll the veiiihh.. lalallalalalaa..
ég hlakka til jólana.