17.1.05

við elías skelltum okkur loksins á Oliver
á laugardagskvöldið.. og það ætti að vera skylda hjá ÖLLLUM að fara og sjá þetta stykki hjá þeim. god! ég varð ástfangin.. ólafur egill er mesti snillingur íslands. ég er enn að reyna ná andanum. hann lék "hinn illa" fagin og gerði það svoooo vel að annað eins hefur ekki sést. æ. mig langaði svo að bíða eftir sýningu eftir að hann kæmi út, ná honum, stinga honum í búr eða poka (ég hefði auðvita leyft honum að ráða) og svo hefði ég farið með hann heim og átt hann. en það var víst ekki svo vinsælt, af samferðamanni mínum, saíle. en það verður víst að bíða betri tíma. því samkvæmt mínum útreikninum þá mun kappi dvelja á ak allavegana eitthva fram í nýja árið. og hann á víst heima á hótel KEA á meðan hann dvelur hér. aha? (; mig langar samt svo að fara aftur á þetta.. 3500kr. tjahhh. sjáum til.
en jiii.. gæinn þanna sem lék sjálfan Oliver, hann mátti nú alveg dvelja bara heima hjá sér í eyjafirðum. hann var ekkert séstkalega spes. eiginlega alveg ómögulegur.

en jæja jæja. allt er gott að frétt.
ég er byrjuð í hóp. mér líst bara þónokkuð vel á þetta og vonandi skilar þetta góðum árangri. og svo var ég að skrá mig í joga námskeið og það byrjar á fimmtud. ég hlakkkkka svo til að byrja á þessu námskeiði að ég get varla beðið. þetta er semsagt svona, manni er kennt byrjunarstigin í joga, hreyfingar, slökun og öndun og eftir það getur maður farið í hvaða joga tíma sem er og auðvitað nýtt sér þetta í dagsins önn. mér veitir ekki að þessu.. slökun. já! kannski að slakni eitthvað aðeins á þessar god damh vöðvabólgu minni. sjitt. já þannig að það er allavegana nóg að gera hjá kellu. og svo auðvita vinnan, sem ég vona að reddist, því núna verð ég að vera í frí 3kvöld í viku. ég verð að mæta í þetta allt, alla tímana, má helst ekki, eða eiginlega ekkert helst sleppa einu skipti, í hvorugu.
svo er ein vinkona mín ólétt. það er svo spennó. komin 3mánuði á leið og allt gengur vel. það er svo gaman. leiðinlegt samt að vera svona ógurlega langt frá henni. dæs.
fokking faggar í þessu innlit-útlit. og svo því miður hefur að undanförnu borið á auglýsingum frá "drekkið jarðaberja tomma & jenna og þá veriði ólétt" þættinu.is (brúðar djöfullinn já) og xið hætt. hvert er þetta fjands harðlífi að fara? þið sem þekkir mig, vitið að mér líkar ekki vel við fm95kókstíp.is og ég var eh að keyra í gær, bíllinn lét öllum illum látum og það bætti ekki skapið, svo var stillt á þennan ræflaskít(gruna mágkonu mína sterklega um aðild í því) og það var eh (með nottlega ÓGEÐSLEGA leiðinlegri rödd og viðurstyggð) "ég skil ekki að listamaðurinn nelly hafi ekki verið uppgöfgaður fyrr en 2000" blablabla.. listamaður? sjitt. það var punturinn yfir iið og ég blasaði stelpurokkinu að fullu.. heilræðavísur megasar með heiðu beibílove! thank god. fyrir geislaspilarn í bílnum. en rás2 er nottlega ok. hlustaði aðeins á létt þegar jólin voru, því þá voru það jólasöngvar. og mér líkar ekki við siliendíon og það allt.. allan dagin. neinei. fyrr skal ég dauð liggja, undir grænni torfu en að skutlast einhvert á kagganum með faggagítarhnakkaviðursyggðhelvítisHORBJÓÐisógeðsbörnkókhausaskítbjóðisbuffalóskó tónlist í mínum bíl.. rottur? í mínum bíl? SNÁFIÐI!!!!!!!
þetta er held ég nú í bili. verið samt dugleg að tjékka á mblogginu, því ég er mjög dugleg að blogga inn myndum. ég hef líka ákveðið að láta fylgja eina sögu hérna sem mér þykir ótrúlega vænt um. endilega lesið hana, hún er þess virði.. það kannast margir við þessar tilfinngar. því miður.
„Í stað þess að verða dapur og niðurdreginn yfir því hvernig þú ert,
skaltu hugleiða allt það sem þú getur orðið.“
Ágætis lokaorð. Hugsið vel um ykkur og hættið að væla útaf smáatriðum, því þau skipta svo litlu. Og munið það.. að Pollýana hefur alltaf rétt fyrir sér.. það gæti verið verra.

Púkinn

Ég varð einu sinni fyrir ofbeldi. Hræðilegu ofbeldi. Ég ver grátt leikin og illa farin. Það versta var samt að ofbeldismaðurinn skildi eftir púka inn í mér. Andstyggilegan púka sem hann tróð beint inní fallegt hjarta mitt. Þá hélt ég að hjarta mitt væri ekki fallegt lengur, því það var fullt af þessum ljóta púka.
Ég var ringluð og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ofbeldismaðurinn var farinn en púkinn var á þessum stað og vantaði rödd. Svo að ég gaf honum mína. Það hefði ég kannski ekki átt að gera, en það var eina leiðin sem ég rataði þá.
Og púkinn tók til óspilltra málanna. Hann hafði alltaf nóg að segja. Hann gagnrýndi allt sem ég gerði og honum tókst alltaf að benda mér á allt sem miður fór. Ekkert var nógu gott fyrir hann, það var sama hvað ég vandaði mig mikið, hann gerði ætíð stólpagrín að mér og hló þessum ískrandi, illgirnislega hlátri sínum. Hann sagði að ég væri ljót og vond persóna. Hann sagði að líkami minn væri svo afskræmilegur að ég ætti ekki að láta eðlilegt fólk sjá mig. Stundum grét ég þegar hann lér sem verst, en þá hlakkaði í honum og hláturinn ómaði hærra en nokkru sinni.
Púkinn varð hluti af lífi mínu og eina leiðin sem ég kunni til að lifa með hann í hjartanu mínu var að vera hluti af mér og ég leyfði honum að trúa því. Ó hvað ég var eftirlát við þessa andstyggð.Og reyndar ruglaðist ég iðulega í ríminu. Hvað var ég að segja og hvað var hann að segja? Það er reyndar ekkert skrýtið, ég hafði gefið honum röddina mína. Svona leið langur tími. Þetta var tíminn sem púkinn notaði til að tæta mig í sig og honum gekk vel.
Þangað til dag einn að ég tók ákvörðun. Ég tók þessa ákvörðun af því að ég er lifandi.Ég ákvað að lifa áfram, en ég ætlaði að hætta að vera fórnarlamb ofbeldismannsins og púkans. Það var eins og að klífa himinhátt fjall. Fjall sem var fullt af grjóti og hrikalegum skriðum. Oft hrasaði ég svolítið aftur niður, en aldrei mjög langt. Ég stóð alltaf á fæturnar aftur, því upp skyldi ég fara. Púkinn skammaðist og reifst alla leiðina og vissulega hlustaði ég oft á hann. Mér fannst hann vera eins og þungur steinn í hjarta mínu sem æ erfiðara var að burðast með. Ég fann núna að púkinn var sko enginn hluti af mér og hafði aldrei verið. En það var erfittt að sannfæra hann um það, hann heyrði nefnilega aldrei til mín. Hvernig gat ég talað inn í hjartað á mér Púkinn fór létt með að tjá sig, ég talaði alltaf fyrir hann sem fyrr.
Ég fann að hann var að hægja á ferð minni og ég vissi líka að ég kæmist aldrei alla leið með hann inní mér. Ég hugsaði ráð mitt og allt í einu vissi ég hvað ég gæti gert.
Ég lagðist niður í grænt og fallegt gras og fyllti skilningarvit mín öll með lífinu. Þá fór ég með sál mína og leitaði inn í hof mitt. Þar fann ég sterkan vin og horfði á hann þar til hendur mínar urðu logagylltar. Og ég fór inn í hjarta mitt og sá hvað allt var þar fallegt, nema púkinn. Með sólina í höndunum reif ég púkann úr brjósti mínu og skildi aðeins eftir fegurðina. Púkann setti ég upp á öxlina mína, þar sem hann grenjaði af ótta við birtuna. Ég tók af honum rödd mína og hann neyðist til að nota sína eigin.
Þegar ég opnaði augu mín næst, sá ég púkann í sinni réttu myndi í fyrsta sinn. Hann var lítill og horaður. Ræfilslegur og aumkunarverður. Og ég fann að hann myndi ekki segja mér til framar, Hann reyndi nú samt eins forhertur og hann er. En ég svaraði honum fullum hálsi. Rödd mín var sterk og hljómfögur, en hann skrækti bara eitthvað, samhengislaust og mjóróma.
Nú leið mér vel. Upp frá þessu hefur púkinn hangið á öxl minni, hálfmeðvitundarlaus og ruglaður. Hann röflar stundum eitthvað en þegar ég læt hann útskýra sig þá getur hann það ekki og þagnar.
Púkinn má alveg vera á öxlinni, því með sinni eigin rödd segir hann ekki margt sem hlustandi er á . Í hjarta mitt fær hann aldrei að koma framar, ég á það sjálf.
Ég er víst falleg manneskja og ég er líka svolítill sigurvegari.
Thelma Ásdísardóttir, stígamótakona