11.1.05

ég er orðin brettisskíðakappi með meiru þessa dagna. ég fór á sunndu. uppí fjall og happaði þar og brunaði eins og fjalladrotting. datt ekki einu sinni. hah? hversu mikla snilli þar í það? jújú.. viktoríu. er búin að redda mér bretti og það á að mæta á morgun og træ that. sjáum svoo til.
langar enn í i ipot. fór á sígret pleisið mitt áðan.. með mp3spilanar (sóó jersterdei) me and mugison. gott.
tjékkiði ekki reglulega á mbloggginu? fatta núna afhverju það eru alltaf bara myndir af þeim sem mbloggar. fattaði ekki fyrr en ég fór að gera þetta sjálf. heh. bara ég.
verðum 20ára eftir.. jahh ekki svo marga daga.
mikið að spá í að fara á kelduna. láta verða af því í þetta skipti. er það eki málið? held nú það.. kannski taka smá ródtripp í rass fyrir kelduna sjáfa..? hef samt engna memm.. kannski.. hmm.. já. gæti verið.
góða nótt.


Ef þú ert kvalin mörgum pínslum
Illra meina sífelldri nauð
& vondra manna mörgum klækjum
mildri guðs að þú ert ekki dauð

Þá vappa skaltu inn í Víðihlíð
Víðihlíð & Víðihlíð
& vera þar síðan alla tíð
alla þína tíð.

Ef þú kúrir ein í horni
Engin þér sinnir þá græturðu lágt

& fáirðu matinn kaldan & klénan
& kjötið það er bæði vont & hrátt.

Ef börnin í þig ónotum hreyta
Æskirðu liðsinnis buguð af þraut
& ef bóndinn hann segir bless og er farinn
þá búið tekur að vanta graut.

Ef engin þér sýnir samúð neina
En sorgirnar hlaðast að fyrir því
& ef engin hræða til þín tekur
tillit né sýnir viðmót hlý


Í Víðihlíð er veður blíð
Vondir kallar þeir sjást ekki þar
& ótal stúlkur stökkvandi til þín
stefna og færa þér gnótt matar.

Þær votta þér samúð votum hvörmum
& vítur samþykkja á pakkið illt og spillt
& sýna þér góðvild í einu og öllu
& eyrun sperra þá græturðu milt og stillt.