Fimmtán ára kasólétt
Það er fúlt og ógeðslegt
Ég vild´ég væri Pamela í Dallas
Þessi krakki hann er slys
Í maga mínum eins og blys
Ég vild´ég væri Pamela í Dallas
Aumt eiga óléttar
Rétt einsog ég
Með ermarnar uppréttar
Í uppvaskið fer
Full fíflið stakk svo af
Hvað heitir hann, hvað um það
Ég vild´ég væri Pamela í Dallas
Króinn fæddist þriðja des
Mér finnst krakkinn ekkert spes
Oh ef ég væri Pamela í Dallas
Gaf svo krakkan, ansi heppin
En hún mamma fór á kleppinn
Ég vild´ég væri Pamela í Dallas
29.10.04
26.10.04
nú er maður að misssa sig í heilsurækt og hollustu. og djöfull er það gott. sjetturinn. mér líður vel. en öllu má of gera og engin er hættan á að það gerist hjá mér. en einkaþjálfunin er í fullum gangi og ég skauta um því ég get ómögulega beygt legg né lið, hvað þá tannbustað mig, skeint mig, klætt mig í og út. ó nei ó nei. en þessir strengir og vesen fer að hverfa. eða? aha.
en það er bara fínt að frétta héðan út trölló. allt gengur svo sem sinn vana gang. cosmo gæi kíkti í heimsókn til okkar um helgina og hafði það gott á milli þess sem hann kyssti lovegúró"mellu" (já jói minn, mellu segi ég mellu, hahah) og eldaði fyrir okkur kjúklingarétt. sem var helvíti góður. við erum einmitt búin að bjóða nágrönnum okkur, hörpó sæm, embló blöndó og ásgó örn í mat í og æltum að gera kjúllarétt ala cosmo. með dönskum kjúklingabringum. húrra.
btw.. ég vill ekki sjá hálfan gest í 5-6mánuði núna. bróðir hans elías, bjarki, var hjá okkur alla seinsustu viku og svo kom jói sama dag og hann fór.. þannig gestir? nei takk. fyrir utan nokkra vel valda.
finnst ykkur ekki gott að vera bara ein heima hjá ykkur og dúlla ykkur, hanga í tölvuni, horfa á friends, lesa, hlusta á tónlist og bara snöflast eh. mér finnst það allavegna mjöggg mjöggg gott. éggg elska það.
næsta helgi er vinnuhelgi. morgunvaktarvinnuhelgi. og svo kemur styrtarsjóðsballhelgi heim á dósini húrrahelgi. veit ekki afhverju mig hlakkkkkar svona ógurlega voðalega svakalega til að komast á blönduós. eða jú ég veit það alveg. það er svo gott. ég fer sjaldan og þá verður þetta enn betra í þau skipti sem maður fer. ég tala nú stundum við Tuma bróðir í síma, finnst ykkur það kjánalegt? mér finnst það ekki.
ójæja.. nú er komið kvöld. búin að borða. allt heppnaðist voða vel.
en núna ætla ég að fara gera pastasalt ala mamma. og ég ætla sko að gera fyrir
heilan her. þannig að næstu mánuði verður pastasalt í matin. takk fyrir takk. hah.
var að setja inn nýjar myndir.
ég var að gerast áskrifandi af Veru. vera er blað um konur og kvenfrelsi, sem er snild. ég hef oft svona flett í gengum þessi blöð, hér og þar. og ákvað bara að gerast áskrifandi. og ég fæ líka snilllldar disk með. stelpurokk. sem er t.d. með dúkklísnum (sem eru bara bestar, algjörir töffara. ég fór á konukvöld í seinustu viku og þær voru að spila, og sjetturinn tetturinn, þær eru ofur kúl) og grýlnum og á túr. hlakka bara til að fá þennan disk. blasta stelpurokki og lesa veru. gæti það verið betra! víí.
svarthvíttta hettttjan mín, hvernig ertu í lit?
ps. má til með að muna að vera ekki að sjóða pasta með heddfón á eyrunum í botni og heyra ekki þegar suðan kemur upp og láta allt fara útum allt!!!! ekki það að þetta hafi verið að gerast akkkúrat núna. heheheh hahahahha.