11.8.03

Bara tvær vikur þangað til við flytjum á Akureyri.. úúú (: mikið hlakka ég rosalega til. Fáum reyndar ekki íbúðina fyrr en 28. þannig að það stefnir í nokkra heimilslausadaga hjá okkur.. nehh kannski ekki, ætli þaa, við fáum bara að vera hjá ástkæra bróðir mínum og hans co.
Ég á ekki svo lítið sem tvær vaktir ettir í þessari holu and then im gone *líktoghversupíbíhleypurhratt* þarf að fá breytingu á vaktini á næsta laugard. því það er kvöldvakt og ég nenni sko ekki fyrir minn litla rass og vera á kvöldv. á laugardegi enda erum við mellumúsin ein heima þá og við vorum að spöggulera íðí að gera e-h okkur til skemmtunar (; pottþétt djúsa allavegna, grilla, gítar, rósir og vín, eða e-h.
Vóóttz, þvílíkt hvað maður getur verið formlegur og fallegur e-h þegar maður sækir um störf. Var að fylla út nokkrar umsóknir á netinu, á meðan skrifinu stóð hjá mér var ég með englabaug líkt og þegar ég hringji og sæki um störf: "Góðan dag, Viktoría heiti ég Jóhannsdóttir og ég var að spá í hvort það væru einhver laus störf hjá ykkur fyrir mig *brosígengumsíman*" stundum gæti ég ælt af sjálfri mér, ég er heppin að engin hefur heyrt í mér í þessum samtölum.
á laugardaginn skruppum við á Egilsstaði ettir 4tíma svefn hjá mér. Þar var hin geyssssi vinsæla Bylgjulest á ferðinni. Ég keypti mér tvo boli, einn disel bol og einar disel gallabuxur.. ég var mjöggg hamingjusöm með þau kaup. Hommakrúttið keypri sér búddabol og gegt ógó töff jakka, mega sakí í honum. Reyndar á ég alveg eins gallabuxur og ég keypri mér en ég vildi kaupa mér minni, ég var í einhverju skrítnu skapi þegar ég keypti hinað og keypti þær 4 númer of stórar og vildi hafa þær svoleiðist, þá. Þegar ég var búin að ganga ofan á þeim í langan tíma og þurfti alltaf allavegna 10 belti við þær þá dóneitaði ég Lee nokkrum Tiger þær, enda er ég búin að vera með einar disel buxur sem hún "á" (mjög langt því frá að hún eigi e-h í þeim lengur, því ég er búin að klippa þær og kjassa) í nokkur ár og þær eru líka UPPÁHALDS buxurnar mínar. Minnir mig á það, Lee Ann kom heim í dag, hún var að spóka sig útí Bretó hjá föður sínum og akkúrat þegar asnaprikið var þar var auðvita mesti hiti sem mældur hefur verið í London! pæliðiíðí.. 37stiga hiti á nóttuni, þá er nú betra að vera hénna á vopnó með þokuna í rassgatið og rigninu í lofinu! húrrra.
Ég er að fucking missa mig í aðsækjaumstörf thing.. vóóttz, ég er bún að senda svona 25-40 mail bara í nótt á alla staði á akureyri! ég vissi ekki einu sinni að það væru til svona margir staðair í þessum bæ, en svona er lífið.. já svona er lífið maður.
Litla hommakrúttið mitt er alveg FÁRveikt.. alltaf veikur þessi kall. Hann er með hita, beinverki, kvef og hnerra og hósta og svita og allan pakkan!
Heh, sætt þetta hommakrútt og mellumús (",) enda erum við tvö líka baarrrrra sæt.
Allavegna, héðan í frá vill ég bara verið kölluð miskunsami samverjinn , ég var að spjalla við hana Laufey vinkonu mína og þegar hún áttaði sig á hvað ég héti (þó ég hafi sagt það við hana á hverjum degi í allt sumar) þá sagði hún að ég væri miskunsami samverjinn ég kýs að trúa því og mun nú halda á spor hins miskunsama samverja
takk fyrir pent.
Viktoría miskunsami samverjinn