3.2.10

ég datt út. útúr tölvubraski. það er allt í lagi.
ég fór að velta fyrir vinkonum. það er einkennilegt og margslungið fyrirbæri. ég er svolítið að skoða það, ekkert á háalvarlegum nótum heldur meira bara í kringum mig, allt um kring og alstaðar. mér finnst það áhugavert.

ég útskrifast um næstu jól. það verður líka heilmikið rokkabillírokk. ég efast um að ég verði búin að ná flókanum úr hárinu á mér eða verði búin að missa eina tá en ég verð ég. með prófsblað uppá hendinni. ég ætla að halda veislu sem aldrei fyrr. ég er veislupési. talandi um það. ég sem verð 25ára í sumar.. ég þarf eitthvað masterpísfríkát fyrir það. jáh..
það er gott að hugsa um svoleiðis hluti þegar ég á að vera skrifa ritgerð í listasögu.

ég finn það að ég er eitthvað angurvær. hvað það er veit ég. kannski það að það er eins og það sé að koma sumar, vor. samt er bara febrúar. kannski er það afþví við erum að plana framtíðina. kannski er það afþví ég er að horfa á mann í kraftgalla með 4 litlar sundpoka á sér, gula, blá, græna og hvíta.. í skóm með engum reimum og hár sem argantæta gæti glaðst yfir. hann er með belti um sig miðjan til að halda sundpokunum stöðugum. hann flettir kraftablöðum og er með flísvettlinga í rassvasanum. hann er líka með helling af alskonar á litin stálhringjum í vasanum. og með gleraugu sem eflaust sjá í gengum föt, þau eru svo stór. og hann lyktar eins og gamalt hár. hann er tileygður. anginn.
og ég er ekki skotin í honum.

jæjaa.. hvað segiði?