10.12.07


Góðan mánudagsmorgun.
Elsku Lay Low er náttúrlega að gera frábæra hluti hjá LA í Ökutímum, samdi alla tónlistina fyrir verkið og syngur og spilar alla tónlista sjálf.
Ekki nóg með það hversu frábæra hluti LA er að gera með sýningu sinni Ökutímar, sýningin fjallar um Lillu sem er ung stelpa sem er misnotuð af frænda sínum. Mikil dramtík, flækjur, forboðin ást og einhvernig ná þau að taka á öllum vinklum á ofbeldi, sektini, samúðini, skömmini, andlega ofbeldinu og öllum helstu komplexum ofbeldisins.
Frábært verk í alla staði, ég mæli með því fyrir alla.
Lay Low ætlar að gefa allan ágóða disksins (allir útí búð þá að kaupa mega góðan disk) sem kemur út í Janúar til Aflsins, sem er félag gegn kynferðisofbeldi á Akureyri. Þetta er frábær viðkenning fyrir okkur og mikill styrkur. Þúsundfalt húrra fyrir Lovísu.
Svo eftir ætlar LA að halda sýningu (enn ekki komin dagsetning) sem allur ágóði af sýninguni mun renna til Aflsins. Hversu yndileg eruðu þau?
Aflið var stofnað 2002 og núna finnst okkur fyrst boltinn farin að rúlla á miklum hraða og því fylgir mikil gleði.

Mikil hamingja og endalaust þakklæti.
Kossar&ást, Viktoría J.