ÉG:
* hef það mjög gott eftir að ég lét barna mig (hhahhah)
* sykur á það til að leika á mig og vera með stæla, þá líður mér illa því mér finnst ég svíkja litla ófædda barnið mitt, því ég deili með því líkama (þið skiljið)
* ef ég er oft há í blóðsykri getur barnið skaddast
* sé enn eftir að hafa ekki farið á placebo tónleikana seinasta sumar
* ætla einhvertíman á kelduna (ÉG ÆTLA)
* ætla að halda smá afmælispartí
* er búin að segja elíasi hva við ætlum að gera um helgina (sumarbústaður, bláa lónið í mývó, út að borða, leti og kósíheit)
* horfi alltaf á aðþregdar eiginkonur, elska þær
* er ekki aðþrengd eiginkona.. heh
* fór á mugison í gær (var komin á það að kalla að elías væri bara vinur minn og ég ætlaði með mugga heim, því god damh hot fox)
* var að fá fullt af óléttufötum frá hönnu (takktakk)
* hlusta enn oft á elsku skunk anansie
* dreymdi einu sinni þvílíkt margar nætur skin singer inda skunk
* ég dáði hana og dýrkaði
* allt herbergið mitt var í plagötum bara með henni
* finnst enn doltið erfit að hlusta á picking on me lagið með skunk
* það á sér langa sögu (sylvía lind og margt fl.)
* en ég elska það lag samt
* það segir svo margt sem ég ekki gat sagt þá
* enn er ég ekki búin að ákveða hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór
* og það er bara vika í það
* Má til Með að Muna ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!
* því það er jú bara vika í það
* ég er að lækka vinnuna niðrí 40%
* ætla að vanda mig að nota líkaman rétt
* á víst bara einn (svind)
* á litla bubbótta vinkonu sem er að fara til DK á morgun (tussssa)
* fer í sumarfrí 22júní til 31júlí
* finnst doltið leiðó að ég komist ekki nein af pilsunum mínum (því ég er svo mikil pilsnatjélling)
* mamma ætlar samt að sauma á mig nokkur (sem er maggggnað)
* djammaði ógggislega mikið seinasta sumar með siggu og kiddi (sjittt)
* er skítdrullu sama þótt íslenska skíta lagið komst ekki áfram
* hverjum er ekki sama um júró?
* fokk júró
* þetta skemmtir mér á góðum dögum
* talandi um skemmtun.. víhh
* finnst geðððveikt leiðinlegt að fara sofa
* hlakka alltaf til að vakna aftur
* er að fara í vorgleði á vökuvöllum á morgun (grillaðar pulsur)
* reyni að koma mér aldrei í óþægilear aðstæður
* t.d. að tala við fólk sem ég þekki ekki
* það er hræðilegt
* og ég hræðist það (heimskulegt)
* í dag hlusta ég á: bítlana, incubus, skunk anansie, hljóma, michael jackson, mugison, madonnu, placebo, kk, bang gang, emmu tott (stolið frá mugi)
* en á morgun getur það verið eh allllt annað
* finnst beautiful með c. aguilera alltaf jafn flott (textin)
* felli nokkur tár við það
* fæ oft kökk í hálsin við ýmis sniðug tækifæri
* og það fer ekki minnkandi með ástandinu
* því jú, ég er í ástandinu, lét barna mig og þar við situr
* geri grín af sjálfri mér, enda er það nauððsynlegt
* ásrottensen bróðir segir að ég sé alveg eins og mamma þegar ég er eh að tala
* er búin að hanga með rottusen bróðir í allan dag
* hann kann EKKI að gera múnvok
* en það kann ég hinsvegar
* það var þvílíkt mikið af ofur svölu artí vonabí fartí fólki á muggí í gær
* hló innra með mér og óskaði að sigga væri þarna með mér
* sakna stundum tímans á laugum
* magga vinkona er orðin 20ára í dag
* ætla að fara búa til lista með lögum og minningum
* haldiði að það sé ekki sjálfur billie jean sé á rúv - óstöðvandi tónlist
* þarf reyndar að vakna snemma á morgun
* sjúkraþjálfun - killerkreisíness
* veit að barnið okkur verið ofdrekaður RJÓMAKÖTTUR
* litla dýrið gaf okkur fokk merki í sónarnum
* alexsander var búin að mæla allt og skoða í svona 10mín og tók svo sónarin af og ég spurði hvort það væri strákur eða stelpa og það leið ekki 5sek og þá var dýrólfur búin að snúa sér í litla sjaldböku og við sáum ekkert
* litla dýrið
* strax byrjað að láta illa
* finnst þetta samt svo fyndið, alveg eins og það heyrði í okkur og gaf svo frá sér svona rottuhljóð eins og rottu frændi þess.. heheh
* bless.
Blackbird singing in the dead of night
Take these broken wings and learn to fly
19.5.05
17.5.05
anda inn anda út. sjitt hvað tölvur, ipod, heddfónar, sjónvörp, dvdspilara, video, græjur og alskyns forrit í ansk. tölvun geta gert mann geðððsjúkan. anda inn anda út. ef ég hefði leyft sjálfri mér að ráða þá væri fullt af góssi á götuna fyrir framan svalirnar hjá mér. ég var að spá í að taka eitt "stinni í alltáhreinu" kast og henda þessu drasli öllu, ÖLLU.. út. en ég róast. enda setti ég bara micheael jackson, billie jean í og tók nokkur spor.. yeahh og það eins gott að ég skellti mér líka í apótekið í morgun og fékk mér þetta líka róandi fína te. svo gott þegar maður kemur heim af kvöldvakt og getur ekki sofanað alveg strax eða eh. og svo held ég að boxaradýrið hafa gott að slaka stundum á. heh. búri litli þessa vikuna. en annnas er bara stuðð í tröllagilinu.
skelltum okkur í 70ára afmæli hjá ömmu svövu um helgina. hún varð 70ára 10maí. 50árum eldri en ég. afmælið var haldið uppí áfangafelli og komum við þangað á laugad. og sváfum eina nótt. mjög kósí. tók fullt af myndum.
svo styttist í sörvævorvíkend. næsta helgi. enn veit elías ekki neitt.. múhahahah. það er reyndar vinnupartí á föstud. grill og djamm. ætla að fara, því elías er ekki búin að vinna fyrr en um 9 eða eh. hekzl? right? dagný? right? haah? það er snilld á þessum djömmum með þessum elsku bestu kellum mínum. eins og í hríey seinast, sjitt það var gaman. allar tjéllingar orðnar vel í glasi og það var dansað og sungið.
frúinn á móti ætlar að fá að krassa hér í nótt því foreldraskammirnar hennar eru að fara á húsó í fyrramáli fyrir allar aldir. og ég ætla að skutla henni í leikskólan í fyrramáli og sækja hana. og gæta hennar, seisei jáh. og á morgun er mugison tónleikar á græna hattinum, ekki lætur maður sig vanta þangað. glætan félagi. og svo förum við í 20vikna sónar á morgun, þá fáum við að vita hvort það er strákur eða stelpa (ég vill engin komment á það) við ákvöðum að fá að vita kynið, ekki það að það skipti einhverju eða eh og ekki af forvitni eða neitt. ok? víhh. og svo í næstu viku er það borg dauðans í þvílíka rannsóknir, en það verður stuð. og ikea, já, smáró? já, og fleira. það væri nú kannski ekkert verra ef maður myndi kannski rekast á önnu mína og sylvíu mína og kannski ástó maríu. haa? mölli?
uhh svo er það nottlega það að ég verð 20ára eftir 10daga.. 27maí. wúhhhhhúh.
æ. ætla að fara út og gera eh.
Viktoría.. með snappakeis í maganum.
(hlutaði á maus, einu sinni sem áður.. og spáði uppá nýtt í textanum í kristalsnótt)
haltu þér fastar í mig,
við erum ekki enn fulkomlega samvaxin.
haltu þér fastar í mig,
og ég skal reyna að hafa vit fyrir okkur báðum.
ég skal gefa þér gull, silfur og völuskrín.
gefa þér allt og alla sem þarfnast þín,
ég myndi gefa þér allan heiminn, (væna)!
ef þú næðir utan um hann.
haltu þér fastar í mig,
kysstu mig fljótt haltu í mér síðasta andanum.
en ef þú sleppir, missir takið,
verður það sem hamarshögg á kristalnóttu.
þar sem flísar fljúga og sökkva í augun sem blóðtár.
og ef þú vilt þá skal ég ljúga að þér:
" já ,ef þú vilt þá skal ég standa hér kyrr
og eitt, já aðeins eitt, ég vil aldrei enda aleinn ".
hertu tak þitt á mér,
því ég get enn andað með herkjum.
hertu tak þitt á mér,
það er ekki auðvelt að fella saman lungu.
en hér er lífið sem ég þráði, hér er allt það sem ég dái,
skildu mig eftir einan,
skildu mig eftir einan vina, inn í kristalnótt.